Aðeins um Hrólf Braga, fæðingin og fleira.

Þar sem ég hef ekkert bloggað undanfarna fjóra mánuði þá hef ég ekkert skrifað um litla aðalleikarann hann Hrólf Braga, ég ætla þess vegna aðeins að kynna þennan litla sjarmör. Þeir sem eru með mig á Facebook og Instagram hafa vafalaust kynnst honum vel enda er ég óþolandi aktív að deila af honum myndum. Ég veit alveg að flestir hafa ekkert voðalega gaman af barnamyndum, en mér er sama.

Hrólfur Bragi kom í heiminn 8. desember, tæpum tveimur vikum eftir settan dag. Þessi fæðing var MIKLU erfiðari en þegar ég átti Jón Ómar. Hann var fæddur þremur tímum eftir að við komum upp á spítala en þetta fór mjög kröftuglega af stað og ég hélt að ég myndi eiga í bílnum því hríðarnar voru svo mildar með Jón Ómar. Ég hélt sem sagt að ég hefði verið með mallandi hríðar allan daginn og væri komin að því að þurfa að remba honum út í bílnum, en þá voru hríðarnar bara að byrja almennilega. Svenni hefur örugglega sett tímamet héðan úr Hafnarfirði og upp á Landsspítala. Þegar við komum upp á spítala var ég samt bara komin með 6 í útvíkkun þannig að þetta var ekki að gerast alveg strax. Hríðarnar voru miklu verri núna en með Jón Ómar og verkirnir þegar kom að rembingnum voru ekki af þessum heimi, enda tæplega 19 marka strákur sem þurfti að komast út. Jón Ómar var 15,5 merkur. Þar sem ég var komin tiltölulega langt þegar ég mætti upp á spítala og allir segja að seinni fæðingin sé auðveldari þá ákvað ég að fá ekki deyfingu. Versta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu.

Allavega þá fékk ég bestu verðlaunin og ég er smátt og smátt að gleyma sársaukanum. Hrólfur Bragi er svo ljúfur og góður. Vá hvað það er mikill munur með barn númer tvö, allavega er ég miklu rólegri og finnst eins og ég tækli þetta betur. Hrólfur grætur ekki nema hann sé þreyttur eða svangur og fram að rúmlega þriggja mánaða aldri svaf hann mjög vel, þá tók hann 2-3 vikur sem var frekar mikið næturbrölt og vesen á honum en ég held að það sé lagast núna. Hann hefur allavega sofið mikið betur eftir að við færðum hann í sitt eigið herbergi (sem er við hliðina á okkar). Núna sefur hann alla nóttina, ég rétti honum dudduna og laga sængina kannski einu sinni tvisvar og svo fær hann pela ca. kl. 5 og sofnar til 7 eða 8.

Já pelinn. Brjóstagjöfin hefur ekki gengið neitt svakalega vel. Hann hefur fengið pela og brjóst frá fæðingu og núna er ég hætt með hann á brjósti. Mér hefur auðvitað liðið ömurlega og með hræðilegt samviskubit yfir því að geta ekki verið með hann bara á brjósti en svona fór nú þetta og lítið hægt að gera í því. Hann er samt glaðasti strákur í heimi og líður vel þannig ég reyni að láta þetta ekki hafa of mikil áhrif á mig. En ég reyndi allt.

Hrólfur Bragi er í mjög góðri rútínu núna, sefur tvisvar sinnum á dag úti í vagni, oftast ca. þrjá tíma í senn. Hann er farinn að fá graut og er orðinn mjög duglegur að borða. Mér er ekki enn farið að leiðast hér heima og elska það að geta verið heima í rólegheitum á morgnana og labbað með Jón Ómar á leikskólann þegar veður leyfir. Eins og staðan er núna þá er ekki mikið mál að hugsa um Hrólf Braga, ég fæ þetta örugglega í hausinn af því að ég skrifa þetta. Það styttist í hann verði 5 mánaða og hann er strax orðinn 8,6 kg., þungt í honum pundið eins og mömmu hans, haha. En ég ætla að láta þetta duga í bili, við heyrumst.

 

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s