Fjórum mánuðum síðar

 

Ef þið eruð að velta því fyrir ykkur af hverju Jón Ómar er hálfur út um gluggann þá er hann að athuga hvort að trampólínið sé orðið þurrt, haha.

Litla barnið mitt fæddist þann 8. desember sl., var ég mætt í ræktina 8 vikum síðar? Nei. Ég hef þyngst mjög mikið á mínum meðgöngum, ég er ekki “bara” kúlan og hef verið að þyngjast um ca. 25 kg. Þegar ég átti Jón Ómar þá fór þetta frekar fljótt af mér, enda fór ég í stíft sykurbindindi, en núna er þetta aðeins meira mál, eða ekkert mikið mál, mig hefur bara vantað smá spark í rassinn. Frá sjálfri mér sem sagt. Og ég ætla ekki á neinn kúr og ég ætla ekki að taka sykurinn alveg út. Ég hef losnað við 18 kg. og þarf að missa ca. 8-10 kg. í viðbót. Ég veit að maður á ekki að horfa bara á vigtina en ég veit samt að mér líður best í ákveðinni þyngd og þess vegna er ég að miða við ákveðna tölu. Ég er komin með kort í Hress og búin að mæta tvo síðustu laugardaga í stöðvarþjálfun sem eru mjög góðir tímar. Planið er sem sagt að mæta tvisvar í viku í Hress í tíma og svo að hlaupa. Ég er búin að skrá mig í miðnæturhlaupið þann 23. júní, 10 km., og svo ætlum við þrjár vinkonur að hlaupa jökulsárshlaupið í ágúst, 13 km. og ég er hrikalega spennt fyrir því. Ég elska að hlaupa. En það væri lygi að segja að ég væri mjög létt á mér í hlaupunum þessa dagana. En allavega núna er ég komin með plan og ég er mjög “peppuð”. Mjög.

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s