Framtaksleysið

Halló!

Í fyrsta lagi, við hvern er ég að segja hæ? Það eru eflaust ekki margir sem kíkja hingað inn því undanfarin ár hef ég verið óstabílasti bloggarinn sem þið finnið, þið eruð flest löngu búin að gefast upp á mér.

Í öðru lagi, það er svo mikið einfaldara að henda mynd inn á instagram en að blogga og þess vegna á bloggið undir högg að sækja.

Í þriðja lagi, ég er kona á fertugsaldri í fæðingarorlofi sem bý við götuna Blómvang, sem er eiginlega frekar eins og nafn á elliheimili. Það er ekkert safaríkt í gangi í mínu lífi, nema kannski lærin á mér því ég hef forðast líkamsrækt en leitað þeim mun meira á náðir súkkulaðsins. EN það er alltaf eitthvað sem togar í mig hingað á bloggið og áður en ég byrja að skrifa að nýju, jú jú ég ætla að vera voða dugleg í þetta skiptið (þegar ég er búin að finna út úr því hvernig ég færi myndir inn á þessa tölvu), þá vil ég segja eftirfarandi:

  • Ég er ekki að blogga til að sýna eitthvað fullkomið líf (sem það er ekki, lifir einhver fullkomnu lífi?) Eins og staðan er núna þá er ástæðan “af því bara” og jú reyndar þá vil ég skrifa um lífið í fæðingarorlofinu því ég elska að geta skoðað þetta seinna.

Á morgun ætla ég í Nýherja og græja myndavélina og fer þá að setja myndir hingað inn, mig langar nefninlega að setja aðrar myndir hingað inn en eru nú þegar á Instagram. Núna ætla ég að setja í eina vél og henda hryggnum inn í ofn. Life in the fast lane og allt það… Þar til þið fáið myndir þá getið þið komist í föstudagsfílinginn með því að horfa á þessa gaura hér, díííí hvað þeir eru góðir.

 


 

 

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s