Fyrsta vikan

Þá er liðin ein vika síðan þessi gullmoli kom í heiminn og vá hvað hann er dásamlegur. Eftir að brjóstagjöfin komst almennilega í gang á þriðja degi (hann fékk ábót á meðan með ásamt brjóstamjólkinni) þá er hann ljúfur sem lamb og sefur bara og drekkur. Ég bjóst nú ekki við því beint að verða hálf eirðarlaus fyrstu dagana með ungabarn á heimilinu en svona er þetta nú misjafnt. Jón Ómar var ekki mikið til í að liggja í vöggunni og vildi bara vera í fanginu á mér, en þessi lætur sko fara vel um sig í vöggunni og kvartar afar sjaldan. Jón Ómar er rosalega góður við litla bróður sinn og vill alltaf vera að strjúka honum og faðma hann, við þurfum auðvitað að passa hann því hann á það til að vera svolítið harkalegur, haha… Samviskubitið hefur auðvitað verið frekar mikið og ég átti hálf erfitt með mig fyrst því ég vorkenndi Jóni Ómari svo mikið fyrstu dagana, en þetta er nú aðeins að lagast. Ég vorkenndi honum því allt í einu þurfti hann að deila athyglinni en honum virðist líða vel og vera sáttur og glaður þannig að ég ætla að reyna að slaka á.

Þessi litli (samt stóri) maður er að drekka á ca. 3 tíma fresti á daginn en sefur ca. 4-5 tíma í einu á nóttunni á milli gjafa. Hann er svo sætur og góður að mig langar að borða hann og þegar hann horfir á mig með stóru fallegu augunum sínum þá gæti ég grenjað.

Fæðingin gekk hratt og vel eins og þegar ég átti Jón Ómar, við vorum komin upp á fæðingardeild milli 21 og 21.30 og hann var fæddur kl. 00.18 þann 8. desember. Þessi fæðing var nú samt erfiðari en sú fyrri þar sem þessi drengur var engin smásmíði eða 18,7 merkur. Mér dauðbrá þegar ljósmóðirin sagði mér hvað hann var þungur, 4.680 gr. Ég hugsa að ég hefði aldrei látið mér detta það í hug að eiga án deyfingar ef ég hefði vitað að hann yrði svona stór.

En ég er eiginlega bara inni í einhverri lítilli kúlu hér heima, hef það notalegt og nýt þess hvað hann er vær. Ég veit að börn geta tekið upp á því að breytast og ekkert sjálfgefið að hann verði svona rólegur alltaf, þó ég voni það auðvitað, en þess vegna ætla ég að njóta þess á meðan það varir.

Það er ekkert svo langt í að hann fái nafnið sitt sem við foreldrarnir áttum nokkuð auðvelt með að velja, það verður gott að geta kallað hann nafninu sínu.

En við heyrumst fljótlega aftur, bæ í bili.

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s