Bráðum

Á laugardaginn er ég gengin 40 vikur og því ekki seinna vænna að koma með stöðuna á viku 40. Ég er með mikinn bjúg og mikinn brjóstsviða og síðustu daga hef ég verið með verki í mjóbakinu, ég er því farin að hlakka ansi mikið til að fá þennan mola í hendurnar. Alla meðgönguna hef ég verið stífluð í nefinu og ég hef reynt að sleppa því eins og ég get að nota nefsprey, núna þegar ég er hins vegar farin að sofa svona illa þá hugsa ég bara fokk it og nota nefsprey allavega tvisvar á dag til þess að stíflað nef geri ekki svefninn enn lélegri. Það verður því nefspreys-afvötnun eftir fæðinguna. Ég kjaga og geng á hraða snigilsins og fer helst ekkert rosalega mikið út. Ég fór reyndar í búðina í gær og verslaði inn eins og ég væri ekki að fara aftur í búð fyrr en næsta vor.

Ég hef verið í frekar mikilli hreiðurgerð og ansi manísk í þrifum, ég er t.d. búin að skrúbba eldhúsinnréttinguna, þrífa rúður og gardínur ásamt venjubundnum þrifum. Það má því segja að ég hafi tekið jólaþrifin alvarlega þetta árið, væntanlega fyrsta og eina árið.

Annars þá er Jón Ómar minn orðinn lasinn, frábær tímasetning :-/ þannig að við verðum heima í dag í miklum rólegheitum. En fleira er það ekki í bili, við heyrumst.

 

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s