Litli herramaðurinn minn

Pínu kreist myndavélabros en samt alltaf sætur =)

Við Jón Ómar dunduðum okkur saman í gær og fengum svo heimsókn frá Unni systur sem fór m.a. með okkur á róló og gat leikið aðeins við Jón Ómar, annað en ég sem er ekki alveg til í að vega salt eða halda við hann/á honum þegar hann er að klifra.

Við gátum samt föndrað saman og það var svolítið haltur leiðir blindan því ég er ekki með nein föndurgen í mér og vissi ekkert hvað við áttum að gera. Við þræddum sykurpúða upp á rauðan þráð sem við ætlum að setja á jólatréð, erfiðast var fyrir Jón Ómar að sætta sig við það að hann mætti ekki borða sykurpúðana en hann fékk nú samt einn í lokin. Svo máluðum við krukkur til að setja sprittkerti í og Jón Ómar litaði mynd með glimmerlitum.

Við þurftum að fara aðeins í búðina í gærmorgun og ég var með einn búðarpoka, einn bréfpoka með súrdeigsbrauði sem var svo ekki súrdeigsbrauð fyrir fimm aura, skamm Krónan, og svo klósettpappír. Jón Ómar tók ekki annað í mál en að halda á bréfpokanum og klósettpappírnum út í bíl, svo þegar við renndum í bílastæðið hér heima þá sagði hann að ég mætti ekki taka bréfpokann og klósettpappírinn því hann ætlaði að halda á því upp, þegar við svo komum inn þá spurði hann hvert hann ætti að fara með þetta. Hann er ótrúlega góður og ljúfur og kurteis. Þó að auðvitað geti hann líka verið óþekkur en í fullri hreinskilni þá er hann mjög auðvelt barn. Sjö-níu-þrettán 😉

En hér heldur biðin bara áfram og svo sem ekki frá miklu að segja. Við heyrumst.

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s