Mjúkt og hlýtt

_mg_6313

Hálf óraunverulegt að maður sé að fara að klæða lítinn mann í þessi föt bráðlega. 

***

Þetta undurfallega heimferðarsett prjónaði tengdamamma bróður míns handa Svampi litla, ég hugsa alltaf hvað ungabörnum hlýtur að finnast það skrítið þegar það á allt í einu að fara að klæða þau í föt þegar þau þekkja ekkert annað en hlýjuna inni í mömmu sinni. En það er eins gott að eiga hlý og góð föt þegar maður eignast barn á þessum árstíma, ég fór með Jón Ómar í leikskólann í morgun og það var svo kalt að það nísti inn að beini.

Ég vogaði mér að segja við Svenna að mér leiddist svona aðeins hérna heima, enda takmörk fyrir því hvað er hægt að baka og þrífa. Ég hefði betur látið þetta ósagt því morguninn eftir þá missti ég lýsisflösku á eldhúsgólfið og hún auðvitað splundraðist um allt með tilheyrandi óþef og fituslykju um allt. Mig langaði að gráta og öskra. Nú er ég búin að liggja á gólfinu og skrúbba hvern einasta sentimeter með einhverju fituleysanlegu efni, og skúra svona ca. 10 sinnum yfir gólfið – ég er ekkert að ýkja. Mér sýnist þetta vera farið núna. Ég ætla aldrei aftur að kaupa lýsi í flösku, ekki fyrr en þetta verður sett í plastflösku og þetta er í fyrsta og eina skiptið sem ég óska þess að eitthvað sé frekar í plasti en gleri. Héðan í frá verða bara keyptar lýsisperlur. Og núna var ég að fá tölvupóst frá leikskólanum um að það hefði komið upp tilfelli af njálgi á deildinni, hjálpi mér guð.

Heyrumst.

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s