Tikk takk

Tíminn líður hratt en samt hægt á sama tíma. Ég reyni að finna mér eitthvað að gera hér heima og oftast er það bakstur sem ég enda svo á að borða sjálf sem er ekki optimalt eins og svíinn sagði. Um daginn þreif ég alla glugga þannig að það sé hægt að setja upp jólaljósin og ég hef ekki svitnað svona mikið í tjahhh 4 daga… ég er auðvitað alltaf að kafna úr hita og þar af leiðandi kófsveitt. Nema í gærmorgun þá fannst mér eitthvað hafa breyst, aðeins auðveldara að anda og ekki eins heitt, ætli kúlan hafi ekki sigið aðeins.

Hér sit ég í eldhúsinu og hlusta á jóladisk Michael Bublé og velti fyrir mér hvað ég eigi að gera næst. Ég var að spá í að baka saffransnúðana mína og þá þarf ég að fara út í búð og kaupa 1 gr. af saffrani á rúmlega 1000 kr. Ég ætla að kíkja í Fjarðarkaup og athuga hvort að þeir hafi hækkað verðið eins og Hagkaup, grammið kostar núna 1.399 í Hagkaup en kostaði 1.199 í fyrra. Já þau eru ekki mörg vandamál heimsins þegar maður getur velt sér upp úr verðinu á saffrani.

Jæja fleira var það ekki að sinni. Heyrumst.

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s