Vika 38

Ég var víst búin að segja að ég ætlaði að koma með stöðuna á viku 38 og á morgun byrja ég á viku 39 þannig að það er eins gott að henda þessu inn núna.

Ég hef ekki gaman af fólki sem vælir og röflar en ég er örugglega orðin svoleiðis sjálf. Seinni partinn í þessari viku hefur mér liðið eins og ég sé að verða hálf lasin og bara almennt slöpp. Á þriðjudaginn fékk ég svo mikla verki í mjóbakið að ég hélt að ég væri að fara af stað, ég panikkaði smá og pakkaði í tösku en svo gerðist nú ekkert meira.

Ég hef tvisvar farið labbandi með Jón Ómar á leikskólann í vikunni og í gær ákvað ég að taka smá aukahring í bakaleiðinni þannig að þetta endaði í ca. 45 mínútna göngutúr. Ég get bara sagt ykkur það að ég var eins og einhver galeiðuþræll þegar ég gekk hérna upp að húsinu, mér fannst barnið vera farið að kíkja bara út og grindin að liðast í sundur. Þetta er svo ólíkt því hvernig þetta var með Jón Ómar, þá fór ég út að ganga á hverjum morgni frá 7. mánuði og fram að settum degi og leið bara vel. Ég fór á foreldrafund á miðvikudaginn og fékk þá komment frá einum ofurhressum og ofurheilbrigðum sjúkraþjálfara-pabba “vó þú hlýtur bara að vera að fara að eiga!” Ég sagði að það væri eins gott fyrir hann að ég væri að fara að gera það. Idjót.

En það er ekkert alvarlegt til að kvarta yfir, blóðþrýstingurinn fínn í síðustu skoðun og bara status quo á brjóstsviða og bjúgi. Ég er hins vegar mjög þreytt og vona að þessi slappleiki yfirgefi mig sem fyrst, ég hef reyndar heyrt að konur geti fengið svona slappleika rétt fyrir fæðinguna. Jæja segjum þetta gott í bili, heyrumst.

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s