Rútínan

Mér datt í hug að skrifa smá um snyrtivörurnar sem ég nota dags daglega. Það stendur jú hér að ofan að ég sé snyrtivörufíkill (sem ég er að eigin mati en örugglega ekki að mati einhverra) þannig að það hlýtur að vera við hæfi að ég hendi í eina svona færslu. Ég hef allavega mjög gaman af að lesa svona lagað, þ.e. hjá venjulegu fólki en ekki youtube/snapchat stjörnum þar sem “contouring” etc. ræður ríkjum.

Eftir að það fór að kólna í veðri og ég fór að fölna þá langaði mig í eitthvað meira þekjandi meik en það sem ég var að nota. Ég fékk ábendingu um þennan farða frá Make up store og hann heitir sculpt excellence og ég er ekkert smá ánægð með hann. Ég hafði algjörlega gleymt Make up store og ekki keypt vörur þaðan í fleiri ár en það breytist núna. Mjög góðar vörur og á mjög góðu verði miðað við það sem gengur og gerist.

Þessi er mjög góður og ég nota hann undir augun og bý til “V” og dreifi úr þessu með pensli, eins og daman sem seldi mér þetta gerði.

Sólarpúður, líka frá MAC.

Miklir snilldar dropar frá By Terry sem fást í Madison ilmhúsi. Þetta er kinnalitur en ég nota þetta líka stundum á varirnar. Maður þarf mjöööög lítið af þessu þannig að ég mun eiga þetta í dágóðan tíma.

Basic augnskuggar frá Bobbi Brown. Svo nota ég stundum penna frá MAC ef ég vil vera extra fín.

Og að lokum maskari. Ég er núbúin að kaupa þennan og er mjög ánægð með hann. Ég bara fæ mig ekki lengur til að kaupa maskara á 6000 kr. og þessir sem eru ódýrari eru bara alls ekkert síðri. Þetta BB krem er svo algjör snilld þegar maður vill hafa eitthvað létt. Ég prófaði að kaupa það í byrjun sumars og finnst það bara betra en mörg önnur dýrari krem. Það sem er dýrt er ekki endilega alltaf betra, þó það sé vissulega oft þannig.

Ein mynd af naglalökkunum sem ég rótera þessa dagana, ég elska vínrautt/rautt og rauðsvört naglalökk á þessum tíma árs. Opi og Essie finnst mér best og essie eiginlega aaaðeins betra.

Og hér er maður svo í öllu sínu veldi, nýmáluð og með stirt myndavélabros.

 

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s