Óskalisti fyrir jólin

Mér datt í hug að setja saman smá óskalista fyrir jólin, bæði raunhæfan og mjög óraunhæfan en mig er farið að klæja í puttana því mig langar svo að kaupa mér föt og skó! Hef eiginlega ekkert keypt mér allt árið þar sem það er frekar leiðinlegt og eiginlega ómögulegt að kaupa sér fatnað á meðgöngu. Ég klæðist ca. alltaf því sama og ég væri til í að brenna þessi föt að meðgöngu lokinni. Hér kemur listinn:

 

 1. Mjótt Gucci belti.
 2. Falleg skyrta frá Zöru. Ég geri ráð fyrir því að þurfa væntanlega (og vonandi) að aðlaga fataskápinn að brjóstagjöf allavega fyrsta hálfa árið og þess vegna væri ég alveg til í einhverja fallega skyrtu/r.
 3. Ég mátaði þessa djúprauðu fallegu kápu í Zöru um daginn og hefði sko alveg verið til í að taka hana með mér heim! Í skammdeginu hérna þá ætti maður að vera duglegri við að klæðast litum og ekki alltaf svörtu og dökku. Ég kannski kíki eftir kápunni á útsölunni í janúar.
 4. Louis Vuitton, kæri vinur. Þessi taska er lengi búin að vera á óskalistanum og vonandi eignast ég hana einhvern tímann. Næsta taska sem ég kaupi verður allavega “cross-body” taska þannig að ég geti haft báðar hendur lausar. Það er nú samt eiginlega bölvuð synd að nýta ekki lágt gengi en þrátt fyrir hækkun fæðingarorlofs þá er hún svolítið off budget um þessar mundir, haha.
 5. Bráðvantar svört ökklastígvel. Þessi frá Billibi líta vel út og eru fóðruð í þokkabót.
 6. Gallabuxur frá dásamlega merkinu Toteme, ég væri til í allt frá þessu merki. Klassísk vönduð föt á nokkuð viðráðanlegu verði.
 7. Kaffibollar frá Royal Copenhagen. Ég er skotin í þessum bláu riffluðu bollum, að ógleymdum blómabollunum frá sama merki.
 8. Ilmvatn mitt til 10 ára frá Thierry Mugler, Alien. Ég er svo nýjungagjörn að ég er alltaf að rembast við að finna mér nýtt ilmvatn en þetta er mitt ilmvatn og ég fæ alltaf vellíðunartilfinningu þegar ég nota það.
 9. Ný náttföt, helst satín og það verður að vera skyrta sbr. brjóstagjöf.
 10. Loðvesti. Fallegt loðvesti til að klæðast yfir blazer eða leðurjakka. Það færi mér vel í helgarferð í London á leiðinni á einhvern fansí kampavínsbar með betri helmingnum.
 11. Þessi fallegi hringur frá Sif Jakobs myndi svo auðvitað setja punktinn yfir i:ið. Eins og er þá hangir giftingarhringurinn minn í hálsmeninu en ég hlakka til að geta puntað mig upp með hringum þegar bjúgurinn heldur á vit nýrra ævintýra.

 

Jæja höfum þetta ekki lengra í bili, þar til næst.

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s