Rólegheit

_mg_6269_mg_6270_mg_6271

Í gær tók ég mig til og fór og keypti tölur og smellur til að geta lagað föt sem Jón Ómar átti þegar hann var lítill, mér leið eins og húsmóður ársins en þetta var örugglega daglegt brauð hjá ömmum okkar og mömmum. Annars einkennast dagarnir af frekar miklum rólegheitum, ég er hætt að vinna og biðin því eiginlega formlega hafin, það er allt tilbúið í rauninni og allur þvottur þvoður og straujaður. Ég vona að veðrið haldi áfram að vera svona milt og gott en ég veit að það er mikil óskhyggja búandi hér, það væri bara frekar næs að þurfa ekki að vaða snjóbyl með lítið barn í bílstól.

Ég verð að hafa einhver verkefni og verð í rauninni fljótt frekar eirðarlaus þannig að í næstu viku ætla ég að baka nokkrar sortir af smákökum til að eiga fyrir gesti og gangandi í desember. Þetta hef ég aldrei getað gert áður, maður hefur hent i einhverri flýti í eina sort en núna langar mig að gera amerískar rúsínu-og hafrakökur, spesíur, sænska útgáfu af hindberjaspesíum, vanilluhringi, lakkrístoppa og svo að sjálfsögðu lussekatter. Ég vildi að ég ætti stærri frysti þá myndi ég elda súpur og lasagna til að setja í frystinn og ekki þurfa að eyða tíma í að hugsa um mat þegar Svampur er mættur á svæðið.

Ég byrjaði að horfa á Netflix seríuna The Crown á föstudaginn og vá hvað hún er góð, loksins eitthvað almennilegt til að taka við af Downton Abbey. Jæja mig langaði bara að segja hæ og bæ. Heyrumst seinna í kvöld eða á morgun, þá ætla ég að koma með stöðuna á viku 38!

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s