Vika 36

Þá byrjum við viku 36!

Núna fer maður aldeilis að nálgast fulla meðgöngu og ég er orðin svo spennt að hitta þennan litla mann. Eina stressið í sambandi við fæðinguna (fyrir utan verkina auðvitað) er að ná í tæka tíð upp á fæðingardeild. Ég var með svo litla hríðarverki síðast og mest allan tímann bara í bakinu (mestu verkirnir voru þegar kom að því að rembast) að ég var búin að eiga Jón Ómar rúmum einum og hálfum tíma eftir að við mættum upp á spítala. Maður heyrir að fæðing númer tvö gangi oft mun hraðar þannig að það er eins gott að vera á tánum.

Staðan á mér er ágæt. Ég er búin að færa giftingarhringinn í hálsmenið mitt og þessi bjúgur heldur sér sem fastast. Þreytan er farin að hellast hressilega yfir mig og orkan fljót að klárast. Ég er farin að sætta mig við það að ég mun ekkert ná að fela þessa bauga og ætli þeir verði ekki til staðar eitthvað eftir að hann fæðist, ekki nema hann leyfi okkur að sofa meira en Jón Ómar gerði, sem væri auðvitað kærkomið. Fyrir utan bakverki sem eru misslæmir eftir dögum þá líður mér ágætlega, engin grindargliðnun eða eitthvað svoleiðis, reyndar getur verið vont að ganga þegar bjúgurinn er mikill á fótum. Við fórum í sónar um daginn og þessi gaur virðist ætla að verða stærri en Jón Ómar (lucky me) en ekkert óeðlilega stór sem betur fer.

Jæja, svo sem ekki frá fleiru að segja. Heyrumst.

One thought on “Vika 36

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s