Föstudagur!

_mg_5986_mg_5998_mg_5977

Ég fékk skemmtilega heimsókn í vikunni sem þið fáið að sjá afraksturinn af í nóvember. Ég ákvað því að baka köku handa gestunum, þetta er einhvers konar marsipan-súkkulaðikaka. Persónulega er ég hrifnari af venjulegum frönskum en það var gaman að prófa þessa. Með þessu bauð ég upp á nánast óþeyttan rjóma (sem ég hafði þeytt deginum áður og hann varð allur “runny”) og svo vatn úr IKEA glerkönnu með korkloki og korkbragðið hafði smitast í vatnið. Vel lukkað kaffiboð með öðrum orðum. En ég var líka með kaffi og það var í lagi, hjúkk. 

***

Þessi bloggfærsla er tímastillt svo þið haldið ekki að ég sé að blogga á vinnutíma. Helgarfríið framundan og á dagskránni er m.a. barnaafmæli, fjölskylduboð og brunch á Snaps. Við Svenni fórum í fyrra fyrir afmælið hans Jóns Ómars í brunch á Snaps og á smá dags-pöbbarölt og svo var meiningin að fara á stúfana og finna afmælisgjöf handa Jóni Ómari en það var svo brjálað veður að það varð ekkert af því Laugavegsrölti. Nú ætlum við hins vegar að gera aðra tilraun, halda í hefðina og fara á Snaps, ég sleppi kokteilunum og svo förum við líklegast beint í Lego búðina í Smáralind því litli herramaðurinn er búinn að óska sér Lego í afmælisgjöf og því óþarfi að vera að flækja það eitthvað.

Seinna í dag var meiningin að henda inn stöðunni á viku 35 – síðasti séns áður en vika 36 hefst. Heyrumst því kannski aftur seinna í dag.

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s