Kalt úti og kósý inni

_mg_5925_mg_5940_mg_5959_mg_5964_mg_5952

Mér finnst eins og haustið hafi komið og farið á tveimur vikum, þá á ég við tímabilið þegar fallegir litir réðu ríkjum, áður en rokið kom og hirti öll laufin og þar með haustið á nokkrum dögum. Núna er ég eiginlega að halda aftur af mér með að byrja að hugsa um jólin. Ég ætla nú alveg að leyfa mér að byrja að hugsa um þau aðeins fyrr með tilliti til aðstæðna en ég ætla ekki að láta freistast strax og kaupa piparkökur sem öskra á mig þegar ég fer í búðina eða hlusta á jóladiskinn með Michael Bublé. En ég læt nú örugglega slag standa um miðjan nóvember.

Hér að ofan eru nokkrar myndir sem ég tók með nýju linsunni minni sem ég er mjög ánægð með. Ég á eftir að prófa hana almennilega í dagsbirtu en ég er ekki búin að vera heima á þeim tíma, ég spreyti mig um helgina.

Heyrumst!

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s