Baðið sem loksins varð tilbúið

Það var engum ofsögum sagt að það var löngu kominn tími á endurbætur inni á baðherbergi. Ég var með þetta blessaða bleika bað á heilanum og ég þoldi ekki við mikið lengur. Í lok maí ákváðum við að byrja að rífa baðið niður, þetta var auðvitað allt níðþungt og það þurfti 4 karlmenn til að bera baðkarið niður. Klósettið hefur örugglega verið fyrsta upphengda klósettið á landinu og þetta hefur örugglega þótt mjög móðins á þeim tíma sem þetta var gert. Fyrir utan ljótleikann þá var skápaplássið ekkert. Núna rúmum 4 mánuðum síðar eigum við loksins nýtt baðherbergi og ég vil helst sofa þar því ég er svo ánægð með það.

Hér koma svo myndir af baðherberginu eins og það lítur út núna.

Mér fannst þessi hnotuspegill úr Ikea passa vel inn og svo fann ég þessi ljós í Byko og loftljósið er í eins stíl. Á tímabili vorum við að missa geðheilsuna, endalaus bið eftir iðnaðarmönnum etc. en núna er maður auðvitað búinn að gleyma því öllu. En jæja við heyrumst betur seinna. Núna eru allar framkvæmdir búnar á heimilinu og við vitum nánast ekki hvað við eigum að gera við okkur. Kannski bara slappa af…

2 thoughts on “Baðið sem loksins varð tilbúið

  1. Katrín says:

    Rosa flott! Ein spurning þar sem ég er að fara í sama pakka fljótlega: voruði lengi án klósetts, eða voru þið með aðstöðu annars staðar á meðan á þessu stóð?

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s