Vika 34


Ég var nú búin að tala um vikulega uppfærslu fram að fæðingu en svo líður bara tíminn og því varð ekkert af því að skrifa um viku 32 og 33… En hér kemur smá staða á mér í viku 34. Alveg í einlægni þá er ástæðan fyrir því að ég hef ekki skrifað sú að mér finnst svo óþægilegt að biðja um að láta taka mynd af mér og bumbunni og verð alltaf eins og kleina á þeim myndum, en nú tók ég málið bara í eigin hendur og henti í tvær heiðarlegar speglaselfies.

Ég er orðin ansi þung á mér, illt í fótum og baki og með bjúg sem mér finnst umlykja mig alla. Ég get notað þrjú pör af skóm. Þrjú pör, þar með talið Birkenstock inniskóna mína.

Barnið er farið að þrýsta á lungun þannig að stundum finnst mér ég ekki ná andanum þegar ég sit og ég er farin að finna fyrir yfirnáttúrulegri þreytu. Stundum er ég hrædd um að sofna við skrifborðið mitt, það væri smart. Ég finn aftur fyrir smá flökurleika á morgnana og ég get ekki hlustað á fallega tónlist án þess að bresta í grát. Um daginn hlustaði ég á mjög áhrifamikinn fyrirlestur í vinnunni og ég varð að gjöra svo vel að vera án augnfarða restina af deginum því ég grét hann allan í burtu yfir fyrirlestrinum- sem var n.b. ekki um skattamál.

Þið verðið að afsaka hvað ég kvarta og kveina, oft líður mér bara vel en svo koma dagar þar sem ég trúi því ekki að það séu 6 vikur eftir og að ég geti raunverulega orðið stærri. En þetta er allt þess virði og mikið meira en það, stundum er bara gott að fá að pústa aðeins.

Bara eitt að lokum sem tengist ekki meðgöngunni, ég dett sjaldan niður á snyrtivörur þar sem ég sé strax mikinn mun en mig langaði að benda ykkur á þennan kornaskrúbb frá Elizabeth Arden HÉR. Ég fékk hann í afmælisgjöf í fyrra og hann er svo fáránlega góður, ég sé alltaf mun á húðinni á mér eftir að ég nota hann. Núna langar mig eiginlega í meira úr þessari línu.

Jæja, heyrumst.

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s