Laugardagurinn

Jón Ómar fyrir framan arininn hjá ömmu og afa

 

Pönnukökur og sænskir kanilsnúðar með kaffinu í gær

Dagurinn í gær byrjaði á ferð í Byko og Ikea þar sem það síðasta var keypt til að klára framkvæmdirnar hér heima. Nú á bara eftir að setja upp eitt stk. handklæðaofn, ljós og spegil á baðið og þá er það tilbúið! Við eigum reyndar eftir að setja glerhurð fyrir sturtuna en það verður gert þegar ég á 100.000 kr. sem ég veit EKKERT hvað ég á að gera við. Næsta helgi verður því fyrsta helgin í ég veit ekki hvað langan tíma sem við getum slappað af og átt eðlilega helgi þar sem engin verkefni bíða okkar hér heima. Um þarnæstu helgi verður örugglega haldið upp á afmælið hans Jóns Ómars þannig að þá verður nóg að gera, áður en ég veit verður þessi meðganga svo búin.

Ég lofaði Jóni Ómari að baka pönnukökur í gær og svo ákvað ég að baka kanilsnúðana líka til að halda upp á kanilsnúðadaginn sem var í vikunni, ilmurinn af þessu tvennu hlýtur að vera sá besti í heimi, við enduðum svo daginn á lasagna hjá tengdó, góður dagur með öðrum orðum.

Í dag verður stúss-dagurinn mikli og svo ætlum við að horfa á Ísland vinna Tyrki í kvöld.

Heyrumst.

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s