Stoltið

Alveg síðan Jón Ómar var mjög lítill þá höfum við lesið fyrir hann á kvöldin. Lang oftast er það Svenni sem les fyrir hann, enda nær hann sjaldan að vera með honum á morgnana og er kvöldið því þeirra stund. Jón Ómar hefur mjög gaman af því að láta lesa fyrir sig, eins og vaflaust öll börn, og núna er það orðið þannig að hann les fyrir dúkkuna sína fyrst áður en það er lesið fyrir hann. Hann les reyndar bara eitthvað bull enda ekki orðinn læs og svo kyssir hann dúkkuna og lagar sængina, alveg eins og er gert við hann, þetta er svo sætt að ég fæ verk í hjartað í hvert sinn sem hann gerir þetta. Í gær las ég fyrir Jón Ómar og þá tók hann upp á því að stafa fullt af orðum fyrir mig, stoltið! Ég vissi ekki að hann væri orðinn svona duglegur og fór bara næstum því að gráta og fyrir mér er hann klárasti og besti strákur í öllum heiminum. Og hann var svo ánægður með sig elsku kallinn minn.

En jæja nú ætlum við að byrja helgarfríið með tilheyrandi afslöppun og kósýheitum. Við heyrumst kannski eitthvað um helgina.

Heimsins einfaldasti eftirréttur tilbúinn fyrir kvöldið

Og rjómasleikir sér glaður um að hreinsa upp allar leifar af þeyttum rjóma.

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s