Barnasturta

Á laugardaginn gáfu systur mínar, mamma, tengdamamma- og amma og vinkonur mér yndislega “barnasturtu”. Þvílíkar veitingar sem systur mínar sáu alfarið um og enn betri félagsskapur þar sem Svampur (og ég) fengum allt allt of rausnarlegar gjafir! Þegar ég gekk með Jón Ómar þá tók ég hinn sanna Íslending á þetta og lýsti frati mínu á þessum veislum, bjánalegur amerískur siður… Ég tek þetta auðvitað allt til baka, hvernig er hægt að lýsa frati á eitthvað eins yndislegt og að eiga svona góða stund með fjölskyldu sinni og vinkonum og borða góðan mat? Maður á auðvitað að nýta öll tækifæri til að halda upp á það sem er skemmtilegt í þessu lífi, enda ekkert nema gleðilegt við það. Ég auðvitað hágrét þegar ég sá allar stelpurnar þarna, það er eitthvað sem er snarólíkt við þessa meðgöngu, ég er svo miklu miklu viðkvæmari. En allavega þetta var dásamlegt og ég þakka þeim innilega fyrir fyrirhöfnina og þykir svo ótrúlega vænt um þær allar. Takk!

2 thoughts on “Barnasturta

  1. Hanna Lind Garðarsdóttir says:

    Hahah ég var eins þegar ég var ólétt af Hörpu, fannst svona babyshower eiga bara heima í Ameríkunni. Enda var þetta reyndar alls ekki svona algengt hér á Íslandi þá en ég frussaði alveg yfir þessu! ..svo var mér komið á óvart á seinustu meðgöngu og jiii hvað þetta var gaman og yndislegt haha

    Þú btw mjög falleg með svona kúlu. Yndislegir tímar framundan hjá ykkur 🙂

  2. Það er einmitt málið, þetta er bara yndislegt, notaleg stund með vinkonum og öðrum konum í fjölskyldunni. Ég á mjög erfitt með það þegar aðstæður verða of væmnar en þetta var það alls ekki, ekki nema þegar ég var grenjandi haha…

    Takk elsku Hanna, við erum mjög spent =)

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s