Bjúgbífur og Matarkjallarinn

 

 

Hahahaha, þetta er of fyndið til að deila því ekki. Við Svenni áttum sem sagt bókað borð á Matarkjallarnum í gærkvöldi kl. 18, ég fór þess vegna beint úr vinnu (þ.e. í vinnufötunum) en ákvað að pæja mig smá upp með því að taka með hælaskó og skipta eftir vinnu. Já, þið sjáið bara hversu vel þeir pössuðu, hahaha…

Það var því ekkert annað í stöðunni en að fara aftur í flatbotna, víðu skóna og skilja pæjustælana eftir.

Á leiðinni niður í Aðalstræti stoppaði ég á Eymundsson og fékk mér einn Cappuccino og las blöð- gæðastund eins og hún gerist best.

Við pöntuðum einhvers konar óvissuferð, fimm réttir og allt rosalega gott. Fiskisúpa, rif, tígrisrækjur og ostabakki, nautakjöt og eftirréttur. Ég get mælt með þessum stað, góð þjónusta, góður matur og það var m.a.s. lifandi píanótónlist sem ég kunni mjög vel að meta.

Rosalega góður eftirréttur, að mínu mati mættu eftirréttirnir vera fleiri í svona óvissuferð 😉

Frúin mjög sátt með daginn og kvöldið þrátt fyrir feita fætur, auðvitað á ég ekkert að vera að reyna að troða mér í hælaskó á þessum tímapunkti. Ég og birkenstock verðum bestu vinir næstu vikurnar. P.s. síminn er ekki brotinn heldur er þetta misheppnaðsta marmarahulstur allra tíma.

 

 

 

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s