Frí í miðri viku

 

Í dag var skipulagsdagur á leikskólanum þannig að ég var komin heim á hádegi og við Jón Ómar dunduðum okkur saman. Hundur systur minnar, hann Elton, kom í heimsókn og Jón Ómar auðvitað mjög ánægður með það, þeirra fyrstu kynni voru heldur dramatísk (stressaður hundur og óöruggur Jón Ómar) en núna eru þeir mestu mátar. Planið var að fara með Jón Ómar á bókasafnið en hann var staðráðinn í að fara í strætó þannig að við enduðum á að fara niður á Laugaveg á Sandholt, sem er orðið rosalega flott, fengum okkur smá bakkelsi og brunuðum svo heim aftur í stóra gula bílnum.

Svo er ég orðin svo hagsýn húsmóðir að ég hef verið að dunda mér síðasta klukkutímann að lita augnbrúnir og augnhár, þegar þetta er farið að kosta rúmlega 5000 þá er maður ekkert að spreða í þetta hægri vinstri. Ég held að þetta hafi bara komið ágætlega út og hjálpar kannski til við að fela annars þreytulegt andlit, þið vitið svefnandlitið sem maður vaknar með á morgnana?- það er búið að vera fast á mér í allan dag.

Jæja ykkur líður örugglega öllum betur af að hafa fengið þessar upplýsingar þannig að nú get ég lagst róleg með höfuðið á koddann, heyrumst bráðum aftur.

 

 

 

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s