Sunnudagskvöld

Í gærkvöldi bauð ég systrum mínum í mat – önnur þeirra er nýorðin hundaeigandi og eins og þið vitið þá er þetta alltaf pínu álag fyrst, svefnleysi o.s.frv. – minnti mig á það hvernig ég var þegar Jón Ómar var nýfæddur, nema þá var um aðeins lengra tímabil að ræða eða það skulum við allavega vona, systur minnar vegna, haha.

***

Hér sit ég í hálfgerðu móki eftir afmælisveislukræsingar dagsins en við fórum í tvö afmæli. Eitt hjá langafa Ómari og eitt barnaafmæli. Nú þamba ég detox te og vatn og vona að ég vakni ekki eins og bjúgaldin í fyrramálið. Barnaafmælið var búningaafmæli og Jón Ómar fór klæddur sem Batman, krakkarnir voru mikið úti að leika sér og eitt skiptið kemur Jón Ómar grátandi inn, hér kemur samtalið sem fór okkar á milli í kjölfarið:

Ég: Hvað kom fyrir?

Jón Ómar: Strákurinn tók skikkjuna mína!

Ég: Æj það er allt í lagi, við skulum bara festa hana betur. Ef strákurinn reynir að taka hana aftur þá segir þú bara að hann megi ekki taka skikkjuna þína.

Jón Ómar: Nei mamma, ég kýldi hann bara.

….hmm ok.

Jæja ég ætla að fá mér annan tebolla og koma Batman í háttinn, heyrumst.

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s