Kósýheit um helgar

Jón Ómar að slaka á með “Oggy and the cockroaches”

****

Stundum finnst mér það ægilega gott að slaka á sitt í hvoru lagi, Svenni t.d. að horfa á fótbolta, ég að blogga og Jón Ómar að horfa á eitthvað mjög súrt á youtube (því er þó haldið í lágmarki ef einhver er að velta því fyrir sér). En helgarfríin voru sko ekki svona hrikalega kósý í “denn”, núna eeeelskum við laugardaga og sunnudaga og þá sérstaklega morgnana, það breyttist eitthvað eftir að við eignuðumst Jón Ómar og líka eftir að við fluttum hingað. Við erum mjög heimakær og þreytumst ekki á að tala um það hvað við elskum helgarfríin okkar, haha. Vakna og hella upp á kaffi, lesa blöðin, fá sér morgunmat í rólegheitum og bara vera saman.

Dagurinn hefur annars farið í þrif og þvott og annað heimilis-snatterí. Núna ætla ég að henda mér í göngutúr þar sem það er loksins búið að stytta upp. Svenni lét mig hafa golf regnjakkann sinn þannig að ég get rennt honum upp ef ske kynni að það færi að rigna, það er mikill plús, haha. Eitt sem ég er farin að taka eftir, ég er komin með verki í hnén af þessari þyngdaraukningu, þetta er ekki lengi að gerast en samt ekkert skrítið að það reyni á líkamann að burðast með 12 kíló aukalega og ekki fer þeim fækkandi á næstu vikum en ég tek þeim fagnandi! 😉

Jæja, heyrumst.

 

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s