Á innkaupalistanum og óskalistanum

 

 

Þó maður þurfi að kaupa töluvert minna þegar maður á von á barni nr. 2 þá er nú samt ýmislegt sem vantar og manni langar í. Hér er það sem ég á eftir að kaupa eða það sem ég myndi vilja kaupa mér þó maður sé nú alls ekki að fara að kaupa þetta allt.

Nr. 1 – Ný linsa á myndavélina mína til að taka fallegar barnamyndir. Þessi linsa er á mjög góðu verði, 125 dollarar (hæ tengdó ég fæ kannski að senda hana á ykkur!). Linsan gefur flott bakgrunns-“blörr” og er góð við takmörkuð birtuskilyrði, sem sagt afar hentug í nóv-feb.

Nr. 2- Smart skiptitaska. Sumum kann að finnast það bjánalegt að ég sé eitthvað að pæla í því hvernig skiptitaskan lítur út en maður er með þetta á öxlinni í meira en ár þannig að það er eins gott að taskan sé fín, þessi frá Longchamp myndi sóma sér vel.

Nr. 3– Nýtt rimlarúm. Mig langar ekki í hvítt rúm og mig langar ekki í of dökkt rúm, þetta fallega ljósgráa rúm frá Ikea verður líklegast fyrir valinu.

Nr. 4- Brjóstagjafapúði. Púðinn sem ég notaði með Jón Ómar var ekki nógu góður þannig að mig vantar nýjan. Ég væri til í þennan sem fæst í Petit.is og líka skiptiborðsdýnuna, ég er voða hrifin af þessu mynstri.

Nr. 5- Þessi húfa er voðalega falleg, fæst í Petit.

Nr. 6, 7 og 8- Sængurverasett, órói og stuðkantur frá Konges Slöjd, fæst líka í Petit. Eins og þið sjáið þá er ég mjög hrifin af Konges slöjd og mjög hrifin af versluninni Petit.

Nr. 7 og 8 – Stuðkantur og órói frá merkinu Konges Slöjd sem fæst í Petit,

Nr. 9 – Gæru-kerrupoki, mér finnst þessir kerrupokar svo rosalega kósý. Þessi kerrupoki er frá danska merkinu Basson og kostar sláandi 45 þúsund krónur hér heima, ég ákvað að athuga hvað hann kostar í Danmörku, heilar 22 þúsund krónur!!! Það er ekki í lagi með álagninguna á sumum vörum hér heima. Þennan poka langar mig virkilega til að kaupa.

Nr. 10 – Babynest frá versluninni Petit.

Þetta er allt svolítið hvítt-grátt og ekkert blátt, aðeins ólíkt því hvernig þetta var með Jón Ómar. Talandi um Jón Ómar þá var hann svolítið áhyggjufullur við matarborðið í gær því við ættum eftir að finna nafn á litla barnið “við YRÐUM bara að fara að leita að því”… við erum reyndar næstum því búin að ákveða nafn en það er nú önnur saga. Svo sagði hann líka við mig að hann yrði svo stór þegar litli bróðir kæmi í heiminn að hann gæti byrjað að vinna eins og mamma og pabbi. Það er örugglega margt að gerjast þarna hjá honum, elskunni minni.

En jæja við heyrumst vonandi eitthvað  um helgina, bæ á meðan.

 

 

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s