Að leika sér í “pabbó”

Núna ætla ég að viðurkenna það hvað ég er íhaldssöm og gamaldags en reyna um leið að bæta mig og henda þessum hugsunum lengst út í hafsauga. Núna með nokkurra daga millibili hefur Jón Ómar sagt að honum langi svo í dúkkuvagn og dúkku og í morgun sagðist hann vilja dúkkurúm og litla sæng og kodda fyrir dúkkuna, hversu sætt? En það sem ég hugsaði fyrst var „ahhh, er það ekki eitthvað skrítið að kaupa þannig handa stráknum mínum?“ en svo auðvitað kemur hin röddin og segir mér að skammast mín. Af hverju eiga strákar ekki að geta farið í pabbó og leikið sér með dúkkur án þess að það sé talið eitthvað skrítið? Þetta er auðvitað svo bjánalegur hugsunarháttur að maður roðnar niður í tær. Ég reyni að vera ekki að ala upp í honum einhverjar fyrirfram ákveðnar hugmyndir um það hvernig strákar eigi að vera og svo hvernig stelpur eigi að vera. Ég naglalakka hann ef hann vill og um daginn þá sagði ég við hann að við þyrftum nú að fara í klippingu, þá svaraði hann „annars verð ég eins og þú mamma“ og hló. Ég sagði þá við hann að strákar mættu samt alveg hafa sítt hár ef þeir vildu. Seinna þegar við töluðum aftur um þetta þá minntist hann á þetta að strákar mættu alveg hafa sítt hár (en hann vildi það samt ekki) og ég var svo stolt af honum. En þetta með leikföngin verð ég taka mig á með, ekki seinna en í gær. Mig langar helst að fara núna og kaupa þetta handa honum, en ég sagði við hann að hann ætti afmæli í næsta mánuði og hann gæti beðið um þetta í afmælisgjöf, sjáum hvað verður ofan á, dúkkudótið eða bílabrautin sem hann er líka búinn að vera að biðja um.

Hvernig er hægt að segja nei við þetta andlit?

Jón Ómar, sem veitt fátt skemmtilegra en að fara á ruslahaugana með pabba sínum og rukkar hann reglulega um það.

One thought on “Að leika sér í “pabbó”

  1. Guðlaug Baldursdóttir says:

    Dásamlegt blogg, alltaf gaman að lesa eftir þig elsku Ástríður, en þetta er aðeins of mikið krútt, enda barnið dásemd

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s