Hinn endalausi to-do listi

Mynd tekin úr herberginu hans Svamps seint í gærkvöldi.

***

Þá er herbergið hjá minnsta manninum loksins að verða tilbúið, búið að mála og taka út eitt stk. fataskáp þar sem við ætlum að hafa skiptiborðið og svo í framtíðinni sjáum við það fyrir okkur sem kósýhorn- börn þurfa hvort eð er ekki einhverja risastóra fataskápa. Við þurftum að parketleggja upp á nýtt og byggja við vegginn þar sem skápurinn var innbyggður þannig að þetta er búið að vera smá maus. Við vorum að tala um það í gær að ef við hefðum ekki farið út í sumar þá værum við örugglega búin að missa vitið því að við stoppum eiginlega ekki þegar við erum í fríi hér heima, það eru búnar að vera endalausar framkvæmdir á þessu ári og eiginlega stanslaust síðan í maí. Við erum orðin ansi þreytt á því að geta ekki komið heim án þess að okkar bíði alltaf einhver verkefni. Að ég tali ekki um biðina eftir iðnaðarmönnum, talandi um heila starfsstétt sem þyrfti að fara á námskeið í tímastjórnun. Ég veit að það kemur margt óvænt upp  og oft erfitt að áætla tímann í þeim verkefnum sem iðnaðarmenn eru í, en við erum að tala um að bið eftir iðnaðarmanni sem á að vera kannski 1-2 dagar verða vikur. Jæja það var gott að fá að pústa smá hérna. Ég sýni ykkur betri myndir af herberginu þegar húsgögnin verða komin og svo auðvitað af baðinu ef það verður tilbúið áður en ég fer á eftirlaun.

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s