Hinn forboðni drykkur

Ég ætla ekkert að reyna að neita því að ég sakna þess ógurlega að geta fengið mér rauðvín eða kampavín/prosecco. Sötra á einu rauðvínsglasi á meðan maður eldar kvöldmatinn og skála í kampavíni á deiti eða  með vinkonum/systrum. Sem betur fer verður Svampur kominn í heiminn þegar jólaglöggs-tímabilið byrjar 😉 Ég veit fátt notalegra en að kveikja á kertum, góðri tónlist og setjast niður með eitt rauðvínsglas og brakandi nýja bók eða tímarit. Ég heyrði um daginn af skírn þar sem boðið var upp á skírnartertu og freyðivín, það er með betri hugmyndum sem ég hef heyrt! skírnarveislulega séð allavega… Manni finnst maður varla mega tala um vín og það að manni finnist gott að fá sér einstaka vínglas því fólk er svo fljótt að hlaupa til og segja að það sé sko vel hægt að njóta lífsins án áfengis. Það er alveg rétt en ég nýt lífsins samt aaaaðeins meira þegar ég get fengið mér gott vín af og til.

Eitt í viðbót, kampavín og freyðivín er ekki það sama eins og þið örugglega vitið. Það væri ágætt ef barir og veitingastaðir landsins byggju líka yfir þessari vitneskju og hefðu það í huga þegar þeir skrapa saman voða flottum matseðli með “kampavíni” sem er í raun bara ómerkilegt freyðivín eða selja jafnvel freyðivínsglös á kampavínsverði. Og þetta snýst ekki um snobb heldur fagmennsku, því það er mikill munur á þessu tvennu.

Jæja nóg komið af öllu tali um vín, núna ætlum við litla fjölskyldan að byrja helgina á sundferð og svo verður það pizza og bíókvöld heima á náttfötunum, ég verð væntanlega sofnuð fyrir níu.

Góða helgi.

 

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s