Mörgæsagangan 

 

Eftir kvöldmat reimaði ég á mig skóna og hélt af stað í smá göngu um Hafnfarfjörðinn. Ég var að hlusta á eitt af mínum uppáhalds podcöstum og þættinum var ein að segja frá fæðingu dóttur sinnar, það voru svo miklar tilfinningar í þessu öllu og hún grét auðvitað og hvað haldið þið að ég hafi getað hlustað á þetta ógrátandi? Sem betur fer held ég að enginn hafi séð mig hálf vælandi á gangi yfir Víðistaðatúnið.

Ég elska að ganga um Hafnarfjörðinn því maður sér alltaf eitthvað nýtt og nei ég var ekki takandi selfies alla gönguna þó að myndirnar gefi kannski annað til kynna. Ég ímynda mér stundum hvernig allt var hér fyrir ca. 100 árum og hvernig daglega lífið var. Miðað við sum húsin þá bjó hér greinilega vel stætt fólk og ég hefði sko alveg verið til í kaffibolla og rammíslenskt kaffimeðlæti í einni setustofunni.

Ég ætla að vera dugleg við að fara út að ganga og vona að ég nái að gera það út meðgönguna. Reyndar small eitthvað í mjóbakinu og ég fékk stingandi verk en það lagaðist þegar ég hægði aðeins á mér, maður er svo mikill þrumufleygur að maður á það til að gleyma sér 😉 Það rétta er samt að ég fór úr því að ganga og yfir í það að kjaga.

Jæja heyrumst.

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s