Carmen rúllurnar og “ég hata” listinn

Rúllurnar eru nú alls ekkert alltaf settar í um helgar en þegar ég er að fara eitthvað fínt þá finnst mér carmen rúllurnar alltaf langbestar og þær slá öllum hármótunartækjum við að mínu mati.

Ég á leið í brúðkaup og Jón Ómar á leiðinni í barnaafmæli hjá uppáhalds frænku sinni. Þetta var í raun það eina sem passaði í fataskápnum, toppurinn er kjóll og svo fór ég í pils yfir, haha… Ég fékk reyndar komment um að fötin feldu óléttuna frekar mikið, fólk hefur þá bara haldið að ég væri eitthvað uppþembd, það verður þá bara að hafa það.

Jón Ómar þennan morguninn í bíla- og peningaleik – drengurinn sem lék sér ALDREI með bíla tók allt í einu upp á því fyrir  ca. þremur vikum og nú leggur hann þá ekki frá sér.

 

***

Ég sá skemmtilegan spurningalista á netinu, kannski ekki sá jákvæðasti en ég ákvað að herma og setja hann hingað inn.

Ógeðslegasti matur sem ég hef smakkað

Svínalundir. Ég fæ ennþá hroll þegar ég hugsa um áferðina og bragðið, eins og að borða manna-hæla.

Versta veðrið

Sól, mikið rok og ógeðslegur kuldi. Gluggaveðrið er það versta, maður heldur að það sé gott veður, fer út og klæðir sig í léttan jakka bara til að komast að því að kuldinn nístir inn að beini og rokið slær mann ítrekað utanundir.

Það sem fær mig til að fara í vont skap

Óskipulag, mörg ókláruð verkefni, óhreint heimili og dónalegt fólk.

Versta tónlistin

Íslensk fyllerístónlist, sumir elska þessa íslensku slagara sem jafnan eru teknir í útilegum og á útihátíðum. Ég HATA þá. Og svo finnst mér kántrý tónlist alveg einstaklega leiðinleg.

Versti tími sólarhringsins

Nóttin þegar ég ligg andvaka.

Versti hluturinn sem ég á

Allir smáhlutirnir sem ég tími aldrei að henda en liggja bara í skúffum í óreiðu og eru aldrei notaðir.

Það versta í fari mínu

Smámunasemi, óþolinmæði og svo á ég það til að vera of alvörugefin.

Það versta í fari annarra

Níska! Falskleiki og yfirgangur.

Á þessum góðu nótum vona ég að þið njótið þess sem eftir er af helginni. Heyrumst.

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s