Nýir náttborðslampar og þreytan ógurlega

Ég get eiginlega ekki lýst því hvað það er mikill munur að hafa losnað við fataskápinn úr svefnherberginu. Hugmyndina að uppröðuninni á myndunum fékk ég af myndum af hótelherbergjum í London, ég elska að fá hugmyndir með því að skoða hótelherbergi.

***

Jæja þá er það bara blessað loftljósið sem vantar inn í hjónaherbergið og þá er ég done. Náttborðslampana keypti ég um síðustu helgi í Habitat, mjög ánægð með þá. Herbergið er svona frekar stílhreint, sem er pínu ólíkt mér, en mér finnst gott að hafa svefnherbergið stílhreint og látlaust. Annars erum við mæðginin heima núna, Jón Ómar náði sér aftur í pest og hefur hóstað alla vikuna og með hita og þó að ég sé ekki veik þá er ég algjörlega búin á því líka, svo þreytt og ÞUNG á mér. Jón Ómar vakti mig í morgun hálfhlæjandi og sagði “mamma þú hraust eins og svín”, ég hugsaði já það er í takt við ástandið á mér, haha. Ég ætla nú að vona að þetta verði ekki staðan næstu 10 vikurnar – ég verð bara að hugsa betur um mataræðið svo ég verði orkumeiri og fara kannski að synda meira áður en ég breytist í bjúgaldin. Jæja þetta var kvart og kvein dagsins, ég verð jákvæðari næst.

Góða helgi.

 

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s