Hinn fullkomni nude varalitur

Þið verðið bara að afsaka en ég held að það sé skráð og viðurkennd regla að þegar maður sýnir varalit að þá setji maður stút á varirnar – er ég á villigötum? Og ef þið voruð að velta því fyrir ykkur þá já, ég er alltaf með svona fullkomlega lyftan top. En í alvöru samt, þegar kemur að hárinu þá á mottóið að vera “go big or go home”- að mínu mati allavega.

Ég er stöðugt á höttunum eftir fallegum og náttúrulegum varalitum, eins náttúrulegir og þeir geta orðið. Þessi varalitur frá L’Oreal er frábær, hann er mjúkur, ekki mattur en ekki of glansandi og hann ilmar vel. Ég keypti hann úti en ég er nokkuð viss um að hann ætti að fást hér heima, liturinn heitir 800 fairest nude og er í línunni Colour riche.

Framundan er helgarfrí og ég ætla að njóta þess í botn en fyrst verð ég að þrífa heima hjá mér svo ég geti notið. Fyrir utan þrif ætla ég að fara í göngutúra, ræktina, elda gott, baka eplaköku sem á að vera sú besta í heimi (set uppskrift hingað inn ef rétt reynist) fara í matarboð, leika við Jón Ómar, horfa á Modern Family og setja fallegar erikur í blómapott. Ég vona að þið hafið það gott um helgina.

Þar til næst.

 

2 thoughts on “Hinn fullkomni nude varalitur

  1. Thelma says:

    Ef þú færð nóg af þessum og vanntar aðra nude þá mæli ég með Hue og Modesty frá Mac. Hue hef ég átt síðan 19 ára og Modesty síðan ég byrjaði að fljúga (og er alltaf með hann á mér) svo kannski þekkir þú hann 😉 Báða litina hef ég keypt marga umganga af. Svo hef ég verið að skoða Maybeline 710…rosalega ljós en hann er flottur með varablýant eins og whirl.

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s