Elsku Hafnarfjörður & “ekkert merkilegt”

 

Það er nóg af fallegum gömlum húsum í miðbæ Hafnarfjarðar
Og litlar götur sem er svo gaman að ráfa um
Systir mín var svo indæl að nenna að koma með mér í göngutúr. Ég er búin að finna fullkomna leið í gegnum Víðistaðatúnið, þar get ég tekið stutt pissustopp á tjaldstæðinu – enda aðal áhugamálið hjá sumum að trampa á pissublöðrunni og því er þolið ekki mikið!
Yndislegi Hafnarfjörður- haustið var í loftinu og himininn bleikur.

 

Eitt af fallegri húsum Hafnarfjarðar

 

Og svo home sweet home.

 

Mér fannst svo fyndið þegar ég fékk kommentið “að þó að bloggið væri í raun ekki um neitt merkilegt þá væri samt gaman að lesa það” … Ég hef oft byrjað að skrifa eitthvað hérna og hugsað svo “guð minn góður Ástríður hver heldur þú að hafi áhuga á að lesa þetta?” og svo eytt færslunni. En ég er svona aðeins að skipta um skoðun hvað þetta varðar því bloggið Á ekki að vera um neitt merkilegt, það á bara að vera um lífið og tilveruna. Það er gaman fyrir mig að blogga því ég tek fleiri myndir, ég skrifa hluti niður sem ég myndi annars gleyma og svo fæ ég einstaka feedback 😉 Þar fyrir utan þá eru uppáhaldsbloggin mín blogg sem fjalla um fjölskyldulífið og hina “venjulegu” dagsdaglegu tilveru með myndum af mat, fallegum heimilum og öðru slíku. Ég ætla þess vegna að hætta að spá í það hvort hlutirnir sem ég skrifa hingað inn séu leiðinlegir eða ómerkilegir – eða kannski hvoru tveggja. Kannski skrifa ég einhvern tímann eitthvað “rosalega merkilegt” eða tjái sterkar skoðanir en aðallega mun ég skrifa um daginn og veginn sem er væntanlega lítið öðruvísi hjá mér en ykkur.

Að þessu sögðu þá þætti mér gaman að vita hvað ykkur finnst skemmtilegast að lesa, það væri alveg ágætt að geta haft það á bakvið eyrað.

Jæja fleira verður það ekki í bili, heyrumst fljótlega!

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s