Amsterdam 2016

Í maí fórum við til Amsterdam með vinafólki okkar, um var að ræða stutta helgarferð en við Svenni erum mjög hrifin af þannig ferðum, það þarf ekki að vera meira en 2 nætur til þess að maður komi endurnærður heim. Amsterdam er skemmtileg borg og hún er mun afslappaðri en t.d. London, þó London verði alltaf í svolitlu uppáhaldi hjá mér. Íbúar Amsterdam eru vingjarnlegir, verðlagið er gott og ég mæli með því að fólk fari í guided hjólatúr um borgina, það var hrikalega gaman. Svo er auðvitað möst að fara í siglingu en við tékkuðum það af listanum þegar við fórum í desember 2014.

Mér finnst svo fyndið hvað öll hjólin eru gömul/gamaldags, það er varla að maður sjái 20 gíra, 100 gr. ofur-keppnishjól eins og maður sér svo mikið hér heima. Þarna þykir það greinilega mjög flott að vera á eldgömlum járn-jálki.
Stigagangurinn á hótelinu okkar, Prince Albert í Oud sud.
Félagarnir

Svenni var svona ánægður með hjólaferðina
Og Hróðný mín líka ❤
Ég (og við) eeelskum að setjast niður, fá okkur drykk og bara spjalla og fylgjast með mannlífinu og verða kannski aaaaðeins tipsy (ég allavega)- þarna var það reyndar bara kaffi eða pilsner sem fór inn fyrir mínar varir, annað en þegar við fórum í desember þegar ég var orðin 70% jólaglögg.
Elsku Hróðný mín sem ég er svo heppin að hafa þekkt í 22 ár!
Sjáið bara hvað hún er fín.

Maður er alltaf að velta fyrir sér hvert maður eigi að fara næst í borgarferð og ég elska að skoða mig um á netinu, velta fyrir mér hótelum, veitingastöðum og skemmtilegum hverfum. Ég væri reyndar alltaf til í London og svo er langt síðan maður fór síðast til Köben, reyndar myndi ég þá vilja taka Jón Ómar með og fara með hann í Tivoli. Það væri heldur ekkert að því að kíkja til New York en það þyrfti þá að vera í lágmark 3 nætur og helst 4.

Jæja, þar til næst.

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s