Breytingar

Efri myndinni póstaði ég á Instagram í gær, fyrir utan smá snurfus þá er herbergið hjá Jóni Ómari tilbúið og það varð nú ekki alveg eins og á myndinni sem ég póstaði hingað inn um daginn, enda er þetta barnaherbergi með tilheyrandi myndum og dóti sem stílistar pakka oft niður þegar þeir taka myndir af barnaherbergjum, eða það hlýtur að vera? Ég get ekki hugsað mér að pakka niður í skúffu myndunum sem Jón Ómar er búinn að vera að teikna og mála þó þær séu kannski ekki í stíl við allt hitt. Ég er ánægð með útkomuna, mér finnst herbergið pínu, seventies, pínu bóhem og hlýlegt…Ég ætlaði að setja stóran spegil í herbergið hjá honum en ég er nú eiginlega hætt við það þar sem ég hugsaði að hann gæti bara skapað slysahættu. Annars þá á ég eftir að skaffa gula gólfmottu og svona svarta þykka ljósaseríu með stórum perum til að setja á vegginn, hvar fær maður svoleiðis seríu? Bauhaus?

Hjónaherbergið er svo líka næstum því tilbúið, núna vantar bara náttborðslampa og loftljós, ég mun ekki sakna rússans sem hefur hangið í loftinu allt of lengi þar sem ég hef ekki getað ákveðið mig.

Þar til næst.

 

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s