Keyrum upp lúxusinn

Mér finnst mikilvægt að hafa fallegt í kringum mig. Sumum finnst ég örugglega yfirborðskennd en fallegt umhverfi spilar stóran þátt í minni vellíðan. Ég er heldur alls ekki manneskjan sem bíð fram að jólum til að nota „sparistellið“ eða fram að næsta stórafmæli til að opna flottu kampavínsflöskuna. Ég nýt flöskunnar ekkert minna þó að tilefnið sé ekki stórfenglegt, sparistellið er ekkert minna fallegt af því að það er notað oftar en um jólin. 

img_1236Þegar hversdagsleikinn ætlar gjörsamlega að heltaka mann og vetrarmánuðirnir (já við erum strax farin að búa okkur undir þá) virðast vera jafn langir og síðari heimsstyrjöldin þá er svo mikilvægt að gera eitthvað til að lífga upp á tilveruna og keyra aðeins upp lúxusinn í lífinu. Eins og ég sagði hér að ofan þá getur fallegt borðhald glatt mig, í alvöru talað. Fallegt postulín, kertaljós, þykkar servíettur –að ég tali nú ekki um tauservíettur og svo gott eðalvín, það þarf alltaf að vera vín. Nema núna auðvitað. Tedrykkja getur líka verið gleðileg athöfn fyrir þreytta sál, þá á ég auðvitað við gott gæðate í fallegum bolla með einhverju úrvals hunangi beint frá Grikklandi. Til að toppa þessa ensku hátíðarstund þá er ekki úr vegi að hafa eitthvað lítið gotterí til hliðar til að „nibbla“ á. Þegar ég fer til útlanda þá eyði ég meiri pening í falleg hótel, veitingastaði og þvíumlíkt en í búðunum, í mínum huga er peningunum betur varið þannig en í nýja skó og kjól.

Nú á ég það kannski á hættu að vera aðeins of dramatísk (á það svolítið til)  en þessir dagar, ofur venjulegu vikudagar sem líða svo hratt að maður getur ekki hætt að tala um það, þeir eru lífið manns. Lífið er ekki samanþjappað í einstaka veislur, stórhátíðir eða utanlandsferðir, heldur er lífið dagarnir sem við vöknum og förum í vinnuna, ræktina, sækjum á leikskólann, eldum, þrífum, leikum á gólfinu og liggjum þreytt uppi í sófa á kvöldin. Það er mjög auðvelt að tapa sér í því að setja bara á auto-pilot og keyra í gegnum þessa daga án þess að staldra mikið við, en við getum líka hugsað hlutina aðeins upp á nýtt og lagt okkur fram við að njóta meira, láta meira eftir sér og t.d.  halda oftar upp á eitthvað, bara hvað sem er- það þarf ekki að vera merkilegt en það getur samt bætt smá glamúr og gleði í lífið og þá er markmiðinu náð. Því miður er þó  ekki mikill glamúr yfir mér núna, hiti, beinverkir og hálsbólga ….Ég held te-partý þegar ég hef náð mér 😉

 

img_1233

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s