Beðið eftir haustinu

Þegar ég var gengin svipað langt með Jón Ómar þá varð ég ansi öfgakennd í alls konar snyrtingum og kaupum á snyrtivörum. Núna finn ég að sama hegðun er að byrja að gera vart við sig, ég veit ekki af hverju, kannski af því að ég get ekki klætt mig pæjulega að þá reyni ég allt annað til að “pæja mig upp”. Það sem er efst á óskalistanum núna er að fara í augnháralengingu hjá snyrtistofunni Garðatorgi. Ég fór í augnháralengingu á annarri ónefndri stofu sem var aðeins ódýrari og þetta bara hrundi af mér og ég var fín í ca. 2 sólarhringa. Ég hringdi í snyrtistofuna Garðatorgi til að heyra í þeim hvort þetta gæti gerst og væri eðlilegt ef maður væri með “erfið” augnhár en þær sögðu að þetta væri ekki eðlilegt. Mjög margir sem ég hef talað við mæla með þessari stofu eða vita af einhverri sem fer alltaf þangað og nú langar mig svo að prófa.

Systur mínar eru núna í París en yngsta systir mín fór til Búdapest fyrir helgi til að sækja nýja hvolpinn sinn, hann Elton, sem er svo sætur að ég gæti dáið. Þær millilentu í Paris á leiðinni heim og eyða deginum þar og fljúga heim seint í kvöld. Ég hefði ekkert á móti smá skammti af Paris um haust (sem er nú ekki komið ennþá), með tilheyrandi kósýheitum. Það lítur m.a.s. út fyrir að ég þurfi að bíða aðeins eftir haustinu hér á Íslandi, það er nú samt ekki hægt að kvarta yfir því. Í kvöld er ég golfekkja og ætla að nota tækifærið og setjast niður yfir allar myndirnar sem teknar hafa verið í sumar og setja saman í myndabók hjá Prentagram, maður verður nú að reyna að halda þessu einhvern veginn til haga, mér finnst þetta vera allt út um allt hjá manni.

 

Heyrumst.

 

 

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s