Leikskólinn 

 

Stóri strákurinn minn sem er alveg að verða 4 ára gamall.

 

Jón Ómar er byrjaður á Lundi sem er deildin fyrir elstu krakkana á leikskólanum. Ég ætla ekki að þylja upp enn eina lummuna um það hvað tíminn líði hratt en ég hugsa það nú samt alltaf. Við erum svo ánægð með leikskólann á Norðurbergi, mikil áhersla á umhverfisvernd. Það er svo mikið flokkað þarna að ég veit t.d. aldrei hvar ég get hent tyggjóinu mínu. Það sem er öðruvísi við þessa deild er að hún er mun stærri en hinar og svo er þetta hús aðskilið aðalbyggingunni og þau eru með sér lóð sem er ekki afgirt. Jón Ómar er búinn að segja mér nokkrum sinnum að það megi ekki fara í garðinn hjá nágrönnunum, það eru nefninlega bara einbýlishús allt í kringum lóðina nánast og svo er rauð lína sem þau mega ekki fara yfir. Mér finnst þetta ótrúlega sniðugt og æfir þau fyrir grunnskólann.

Heyrumst.

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s