Átjándi

 

 

Í nótt gátum við sofið í svefnherberginu okkar! Þvílíkur munur eftir að skáparnir voru teknir út, nú getur vaggan/rimlarúmið staðið þarna inni án þess að það verði of þröngt á þingi. Núna á ég bara eftir að átta mig á því hvaða náttborðslampa og loftljós ég vil hafa þarna inni. Ég held ég sé búin að ákveða að kaupa þetta loftljós, ljósið er ljósgrátt og ég held að það myndi passa vel þarna inni. Svo gafst ég upp á að finna náttborð og notaði tvær hillur sem við áttum og voru inni hjá Jóni Ómari en við ætluðum að selja, hérna sjáið þið hilluna. Mér finnst ótrúlega gaman að breyta svona til en um leið píínu þreytandi, þetta er eitt af mínum aðaláhugamálum að spá og spekúlera í heimilinu þannig að á meðan einhverjum kann að finnast ég hálf klikkuð að nenna þessu þá hef ég nú oftast bara gaman að þessu öllu saman.

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s