Markmiðin í haust


Haustið er án efa minn uppáhalds árstími, náttúran er fallegust á haustin og ég er búin að ákveða að endurtaka leikinn frá því í fyrra og fara á Þingvelli eða þar í kring, fara í góðan göngutúr og enda á nesti og heitu súkkulaði og njóta litafegurðarinnar. Það er svo fallegt á Þingvöllum á haustin að það er eiginlega bara fáránlegt. Ég elska veðrið á haustin, kvöldin eru aftur orðin dimm og loftið er einhvern veginn brakandi ferskt. Tískan er fallegust á haustin og ég kaupi mér ósjaldan einhverja fallega þykka peysu eða jafnvel kápu á haustin. Svo er líka dásamlegt að fara í miðbæinn, kaupa sér gott kaffi og rölta um 101. Ég er allavega mjög langt frá því að vera eitthvað þunglynd yfir því að sumarið sé að verða búið, ég verð eiginlega frekar leið þegar haustinu lýkur því það er allt of stutt á Íslandi og veturinn er fljótur að taka við.

Á þessum tíma fer ég alltaf að hugsa hvað ég væri nú til í að fara í eina borgarferð, í fyrra ákvað ég að ég skyldi bóka fer í september en það verður nú ekkert úr því í ár þar sem ég hef ekki áhuga á maraþongöngu í stórborg komin 30 + vikur á leið. En á næsta ári verður alveg klárlega farið.

En ég ákvað að skrifa niður nokkur markmið sem ég ætla að hafa í huga í haust og ætla að deila þeim hér.

  1. Halda áfram að mæta í ræktina og lyfta tvisvar í viku ásamt því að labba, fara í sund, hjóla eða annað „cardio“ einu sinni til tvisvar í viku. Ég mátti eiginlega ekkert hreyfa mig á síðustu meðgöngu og þess vegna finnst mér svo æðislegt að geta gert það núna.
  2. Klára framkvæmdirnar heima! Við þurfum að laga veggi eftir að við rifum niður fataskápa, parketleggja, mála og svo auðvitað klára baðherbergið (sem er aaaalveg að verða tilbúið). Þegar þessum framkvæmdum er lokið ætla ég ekki að negla einn nagla í bráð, alveg komið nóg í bili.
  3. Elda hollan og góðan mat. Ég elska að fara í nýju Krónuna í Hafnarfirði og það er enn skemmtilegra að kaupa hollt í matinn og elda hollan mat þegar maður er með svona flotta búð rétt hjá sér.
  4. Undirbúa og reyna að klára sem mest tengt undirbúningi jólanna um miðjan nóvember. Settur dagur er í lok nóvember þannig að í desember ætla ég bara að hafa það notalegt heima hjá mér án alls stress og to-do lista. Mig langar að vera hugmyndaríkari í jólagjöfum og er komin með nokkrar hugmyndir að heimatilbúnum gjöfum, þ.e. matarkyns, sem ég ætla að gera. Ég ætla ekki að fara að föndra eitthvað úr herðatrjám og sokkum, engar áhyggjur. Mér finnst svo gaman að fá eitthvað svona öðruvísi og heimagert, vonandi finnst það fleirum.
  5. Vera dugleg að finna tíma fyrir okkur Svenna áður en litli mætir á svæðið, kaffi og tímarit á Eymundsson, bíó, út að borða, deit í ræktinni og göngutúrar.
  6. Fara á tónleika (fer reyndar á Justin Bieber 8. september, haha) og í leikhús, eitt það skemmtilegasta sem ég geri.

 

Mér dettur ekki meira í hug í bili þannig að ég segi bara góða helgi og heyrumst seinna!

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s