Flórida

Ég næ ekki að færa myndir af myndavélinni minni yfir á tölvuna þannig að þangað til það tekst að þá langaði mig að setja nokkrar myndir hingað inn sem ég var með á símanum.

Jón Ómar var eins og ljós í öllum flugferðunum (við flugum til Boston og þaðan til Orlando) Við vorum búin að undirbúa okkur undir það að hann yrði eitthvað þreyttur og pirraður á að sitja svona lengi en þetta var ekkert mál og hann var svo sáttur með allt.

Þarna vorum við í Gatorland í Orlando. Það var svo ógeðslega heitt þarna að ég meikaði eiginlega ekki að vera þarna. Hitinn var allt í lagi þegar maður gat hent sér í laugina eða sjóinn þegar það varð of heitt en maður var nú ekki beint að stinga sér til sunds þarna.

Ein sólbaðs-selfie. Ég reyndi nú mest að skýla andlitinu frá sólinni enda finnst mér það ekki fallegt þegar ég verð of brún í framan og með svona ljóst hár, fyrir utan hvað það fer illa með húðina.

Fyrri vikuna gistum við á Reunion Resort í Orlando. Ég er alls ekki hrifin af Orlando í sjálfu sér (frekar ljót og menningarsnauð borg, haha) en þessi lokuðu svæði geta verið mjög flott og alveg tilvalin þegar maður er með born. Við vorum rosalega ánægð þarna og vorum í íbúð þar sem við gátum eldað og haft það kósý. Ég hugsa að ég muni ekki bóka hótelherbergi nema þegar við erum að ferðast bara tvö hjónin, það verður að vera hægt að “athafna” sig aðeins þegar börn eru með í för. Svo fannst okkur líka mikilvægt að við gætum spjallað og gert eitthvað á kvöldin eftir að Jón Ómar var sofnaður og þess vegan vildum við ekki vera á hótelherbergi. Við reyndar sofnuðum mjög oft öll þrjú á sama tíma, haha.

Litli maðurinn sem var svo ótrúlega sáttur með allt saman, það var alveg ótrúlega gaman að vera í fríi með honum. Hann gerir einfaldlega allt betra. Þetta var svolítið sérstakt frí því við hugsuðum að þetta væri svona síðasta einkaprins-dekurfríið áður en næsti prinsinn mætir, það verður nú eitthvað. Jón Ómar sem er vanur að vera miðpunktur athyglinnar fær nú örugglega smá sjokk í lok nóvember 😉 Mynd af svæðinu. Við vorum í svona húsi, ekki þessu húsi samt.

Horft út um svefnherbergisgluggann. Við borðuðum morgunmat úti á svölunum en annars vorum við ekkert mjög mikið þar, það var svo gott að koma inn í loftkælinguna, hahaha.

Seinni vikuna vorum við á Longboat Key, þá vorum við með eina litla laug og svo auðvitað ströndina. Við höfðum áður verið á Siesta Key og þó að Longboat Key hafi verið rosalega fínt þá vorum við hrifnari af Siesta Key. Þar er meira líf, ströndin er stærri og það er lítill bæjarkjarni á Siesta Key sem er gaman að rölta um. Við verðum örugglega á Siesta Key næst en það var gaman að prófa þetta.

Við keyptum þessa kerru í algjörri bugun í einu outletinu í Orlando. Við fengum þá hræðilegu hugmynd að fara saman með Jón Ómar að versla og það gekk auðvitað ekki upp, en við keyptum þessa kerru þarna í outletinu og þó hún hafi eiginlega verið of lítil og algjört drasl þá notuðum við hana alveg frekar mikið restina af ferðinni. Næst fórum við ein að versla í outletinu, sem sagt eitt í einu og annað okkar var með Jón Ómar á meðan.

Anna Maria Island, gaman að skoða sig um þarna en svo sem ekkert stórfenglegt.

Á leið út að borða á Hyde Park í downtown Sarasota, besta steikin sem ég fékk þarna. Það er mjög mikið af eldra fólki á þessu svæði og ég hélt að konan á næsta borði myndi andast ofan í súpuskálina sína, ætli meðalaldurinn hafi ekki verið 70 ár þarna.

Feðgar í fallegum garði í Sarasota, alveg við höfnina.

Tvær yndislegar vikur og við vorum sammála því að þó það sé hálfgerð synd að fara frá Íslandi á þessum tíma þá er það allt annað að vera í  fríi heima hjá sér því þá erum við eiginlega alltaf að stússast og græja eitthvað. Við munum því halda áfram að fara erlendis á þessum tíma á meðan maður hefur eiginlega ekkert annað val út af lokun á leikskóla.

Ég vona að ég nái að færa myndirnar úr myndavélinni minni hingað inn, þá kemur Florida blogg nr. 2.

Heyrumst!

 

 

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s