Fataskápurinn á meðgöngu

Það getur stundum verið snúið að klæða sig á meðgöngu og stundum finnst mér auðvelt að grípa bara í sokkabuxurnar eða leggings við einhvern teygjanlegan kjól- samt sem áður finnst mér þannig klæðnaður svo leiðinlegur. Ég fer af og til inn á pinterest til að fá smá innblástur, ég elska vel sniðin föt úr gæðaefnum og ég ELSKA fallegar ullarkápur. Ég er búin að ákveða það að kaupa mér eitt par af svörtum, þröngum meðgöngubuxum og eitt par af meðgöngugallabuxum, þó það sé auðvitað hundleiðinlegt að eyða pening í föt sem maður kemur bara til með að nota í nokkra mánuði. Svo ætla ég að athuga hvort ég geti ekki gert góð kaup í júlí þegar við förum til Florida og keypt mér nokkrar almennilegar ullar/kasmírpeysur og jafnvel kápur fyrir veturinn. Manni finnst einhvern veginn að þannig föt ættu að vera á góðum afslætti þar á þessum árstíma. 

Þessir litir! 
 Fallegt og töffaralegt.
 Einfalt er alltaf best.
 Ég elska samsetninguna af svörtu og gulli.
 Þessi kona er svo mikill töffari. Ég er ekki ennþá dottin inn í þessa skótísku en maður á aldrei að segja aldrei.
 Þessi sídd á pilsum getur verið svo ofsalega falleg og kvenleg. Eina vandamálið við það að klæðast svona pilsi er að passa að maður verði ekki of kerlingalegur (afsakið)

 FULLKOMIN kápa!
Hvitur stutterma/langermabolur við svartan eða dökkbláan blazer eða kápu er blanda sem ég fell alltaf fyrir.


Ég áttaði mig á því um daginn hvað ég væri orðin leiðinleg í fatavali og “fullorðin” í fatavali, nú ætla ég að endurstilla mig aðeins, fara í gegnum fataskápinn og skrifa lista yfir það sem mig “vantar”. Það sem mér dettur í hug strax eru:
Svört boots, eins og t.d. þessi – mjóa táin gerir þá mjög flotta.
Eina ljósa og eina svarta “loose” kasmír eða ullarpeysu.
Svartan blazer, vel sniðinn.
Hvíta stuttermaboli
Svart leðurbelti með gullsylgju
Hælaskó með þægilegum hæl til að nota dagsdaglega, eins og t.d. þessa. Ég er hætt að kaupa mér skó í Zöru þar sem þeir eru nánast undantekningarlaust óþægilegir. Útlit og þægindi verða að spila saman þegar kemur að skóm, það hef ég lært.
Jæja, þetta var nóg í bili af hugleiðingum óléttrar konu um fatatísku. Svo má bæta við þetta að ég er í stöðugri baráttu við sjálfa mig að velja minna svart þegar ég kaupi föt. Heilsvart “outfit” getur verið mjög smart en oft verður það leiðinlegt, konur mættu almennt klæða sig meira í liti. Bara eitt enn, fallega blásið hár, hversu mikið elskar maður fallegt og vel hirt blásið hár? Ég tek alltaf eftir því ef kona er með fallegt hár. Ég segi, pökkum niður sléttujárninu og tökum upp rúlluburstann!
Heyrumst seinna, bæjó!

Advertisements

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s