Helgin

Fór í göngutúr, hlustaði á uppáhalds pod castið mitt og tíndi nokkur blóm sem urðu svona líka fallegur blómvöndur.Við (lesist Svenni og afi hans) hafa verið að mála ganginn okkar undanfarið og var helgin nýtt til að klára það. Hurðin hægra megin verður máluð líka þegar baðherbergið er klárt.Þegar litla barnið kemur í heiminn fær það herbergið hans Jóns Ómars (sem er við hliðina á hjónaherberginu) og Jón Ómar færist yfir í leikherbergið sitt sem er stærra en þetta herbergi. Ég er farin að undirbúa flutninginn og er mikið að vanda mig við það að hann verði sáttur og ánægður og tengi ekki komu barnsins við það að það sé tekið af honum svefnherbergið (sem er jú reyndar raunin). Nýja herbergið ætla ég að mála grátt í sama lit og er í eldhúsinu, kóngabláar gardínur, tekk kommóðuna sem þið sjáið  myndinni, fallegar bastkröfur undir dótið og notalega mottu á gólfið. Ég ætla að vanda mig mikið við að gera þetta eins notalegt og fallegt og hægt er.

Jón Ómar er orðinn svo stór að nú er hann stundum farinn að biðja um að sitja í alveg eins stól og við og tripp trapp stóllinn settur til hliðar, Ég hugsa að við kaupum svona stól handa honum þegar barnið kemur og svo kaupum við ungbarnasett á tripp trapp stólinn þannig að barnið geti setið í sömu hæð fyrstu mánuðina.Mig langaði bara aðeins að kíkja hingað inn og segja hæ, við heyrumst seinna og ÁFRAM ÍSLAND!!
 

Advertisements

2 thoughts on “Helgin

  1. edda says:

    Hæ Ástríður – mig langar svo að forvitnast hvaða lit á málningu þú ert með inní eldhúsi hjá þér? Virkilega hlýlegur og fallegur.

    Bestu kveðjur

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s