Fylltur kúrbítur

Í kvöld bjó ég til svo góðan og fljótlegan rétt að ég má til með að benda ykkur á hann. Ég googlaði fljótlegan og hollan kjúklingarétt og fékk þá upp þessa uppskrift á www.skinnytaste.com, sem er mjög flott síða ef ykkur vantar hugmyndir að hollum uppskriftum.
Í þessa uppskrift þurfið þið:
Kjúkling

3 kúrbíta
Eina krukku af tómötum
Eina rauða papriku
2 hvítlauksrif
Nokkra konfekttómata
Fajitas krydd
Tómat paste
Rifinn mozzarella ost

Ég kryddaði kjúklingabringur og bakaði þær í ofni í eldföstu móti. Á meðan bringurnar elduðust þá skar ég til helminga 3 kúrbíta og svo skar ég helmingana í tvo báta. Ég skóf innan úr kúrbítnum kjötið og sauð kúrbítsbátana í eina mínútu. Ég raðaði bátunum í eldfast mót, og fyllti þá með kjúklingnum sem ég var búin að skera í litla bita. Yfir þetta hellti ég sósu sem samanstóð af einni krukku af maukuðum tómötum, 2 hvítlauksrifjum, einni rauðri papriku, 1 tsk. tómatpaste, nokkrum kirsuberjatómötum, ½ poka fajitas kryddi og 1 msk. af fljótandi kjúklingakrafti. Sósunni var síðan hellt yfir allt og svo að lokum osti stráð yfir og bakað í 30 mínútur eða þar til osturinn fer að taka á sig lit.
Þegar þetta kom út úr ofninum stráði ég yfir hökkuðum vorlauk og ferskum kóriander. Ég naut svo matarins ein þar sem Jón Ómar sofnaði klukkan 18 og Svenni var ekki heima, en gott var þetta.

Advertisements

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s