Jón Ómar

Þann 25. október sl. varð Jón Ómar þriggja ára gamall! 105 cm. hreinræktaður gullmoli. Hann á hug minn allan, alltaf. Það hefðu allir gott af því að eiga eitt stk. Jón Ómar í sínu lífi.

Jón Ómar:

1. Elskar helgarfrí, hann elskar hamborgara á föstudögum, kósý laugardagsmorgna með boost í fjólubláa glasinu, sund, fara í ræktina hans pabba og almennt hangs með mömmu sinni og pabba.

2. Væri til í að drekka rjóma beint úr fernunni. Stundum stelst hann í ísskápinn og fær sér einn sopa af rjóma.

3. Er nýbyrjaður að æfa fótbolta og vill bara leika sér með boltann á æfingum í staðinn fyrir að taka þátt í einhverjum hópeflisleikjum.

4. Er í auknum mæli farinn að kalla mömmu sína Ástríði .

5. Spurði mig um daginn hvort ég væri bróðir hans.

6. Hefur sagt mömmu sinni að hún væri með rass og hann væri með tippaling.

7. Elskar Tomma og Jenna (gömlu þættina).

8. Hlustar á þungarokk,. Ég er sem betur fer búin að koma mér undan því að hlusta  á rokk með   honum með því að segja að ég kunni ekki að rokka, bara djamma. Þetta þylur hann svo upp reglulega: “pabbi kann að rokka og mamma kann að djamma”.

9. Elskar að púsla og skákar móður sinni oft í þeirri deild.

10. Er glímumaður mikill (enda móðir hans krýnd glímudrottning) og elskar að taka mömmu sína og pabba í góða glímu.

Advertisements

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s