Hakk með rauðrófum, linsubaunum & avocado mauki

…oj bara hugsar kannski einhver, but think again! 


***


Ég hugsa mjög mikið um mat, alla daga. Ég tók hakk úr frystinum í morgun og langaði að gera eitthvað öðruvísi úr því en það vanalega. Snilldin við það að elda hakkrétti er að það er hægt að blanda ótrúlegustu hlutum saman og sömuleiðis læða ýmsu í hakkið sem sumir (lesist: Jón Ómar) myndi annars ekki borða. Ég átti líka í frysti poka af linsubaunum sem ég sauð um daginn og frysti, ég bæti oftast baunum í hakkrétti ef ég á þær til. 
Það hefur kannski enginn áhuga á þessum furðulega rétti en hann var samt mjög góður, ég lofa. Avocado maukið setti svo alveg punktinn yfir i:ið. 
Aðferð:
Steikið einn lauk og tvö hvítlauksrif upp úr einni msk. af smjöri og smá olíu þar til laukblandan er orðin mjúk. Rífið niður eina miðlungs rauðrófu og kreistið safann úr henni áður en þið bætið út í laukinn. Bætið út í einum pakka af hakki, ca. 200 gr. af linsubaunum (eða hvaða baunum sem er í rauninni) og kryddið vel með salti, pipar, rósmarín, basiliku, timian og tveimur msk. af tómatpúrru. Út í þetta setti ég svo eina krukku af maukuðum tómötum (frá Sollu) ca. 2 dl. af nautafondi, sauð vatn og bætti einni msk. af fljótandi nautakrafti. Ég hellti soðnu vatni ofan í tóma tómatkrukkunna og setti ca. 1 msk. af nautakrafti, setti lokið á og hristi saman og hellti ofan í hakkið. Ég setti líka rúma msk. af grænmetiskrafti frá Sollu. Að lokum setti ég út í ca. 2 msk. af bbq sósu, en þið verðið bara að smakka ykkur áfram því þetta er allt slumpað hjá mér. Hakkið er síðan látið malla í allavega 30-40 mínútur. 
Avocado mauk
Tvö lítil avocado (ég hafði heppnina með mér í avocado lottóinu í kvöld því bæði voru í lagi, yes!), ca. 2 msk. sýrður rjómi, 1 hvítlauksrif, safi úr 1/2 lime, salt, pipar og svo smá af kryddi satans, aromati. Allt hrært saman í, já þið giskuðuð rétt, mauk. 
Með þessu sauð ég pasta en það er örugglega gott að hafa grjón líka. 
Heyrumst. 
Advertisements

4 thoughts on “Hakk með rauðrófum, linsubaunum & avocado mauki

  1. Berglind Kristjánsdóttir says:

    Ég hef líka heyrt að fólk sé að fela grænmeti í súkkulaðikökum. Það er líka sniðugt! Já og til hamingju með avókadóin 😉

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s