Sunnudagurinn

Bakaði enskar tebollur, í gær bakaði ég þær og þær mislukkuðust, í dag heppnuðust þær. Jafntefli. 

Fallegur konudagsvöndur 
Jón Ómar tilbúinn að fara með pabba sínum út að moka “njó”, þarna var hann orðinn þreyttur á biðinni. Hvernig leikskólakennarar fara að því að klæða öll þessi börn á innan við 30 mín er mér hulin ráðgáta. 

Burrrrrr 

Mér finnst Jón Ómar alltaf fallegur, en svona rauður í kinnum eftir kuldann, þá var hann extra sætur 😉 

Buðum í súpu og brauð í hádeginu 

Rest-af-grænmeti-sem-til-var-í-ísskápnum- súpa

Svo var það kvöldmaturinn og þá var það gúllas í rauðvíns-rjóma- og tómatsósu.

Við drukkum ekki svona marga kaffibolla með þessu en þar sem ég á engan stofuskáp eins og er þá fær leirtauið að vera svolítið út um allt. 
Og þá fer þessari helgi að ljúka, ég skil í alvörunni ekki hvernig þær geta liði svona hratt (ok ég skrifaði fyrst gratt í staðinn fyrir hratt, haha). Yndisleg helgi að baki með kaffi-og matarboðum með fjölskyldunni og einni útsktiftarveislu. Nú hafði ég hugsað mér að horfa aðeins á The Good wife, þ.e. ef Svenni nær einhvern tímann að svæfa Jón Ómar. Það er kannski ekki skrítið að hann sofni ekki þar sem við lögðum okkur til að verða fjögur í dag, úps! 
Heyrumst í vikunni. 
Advertisements

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s