Góður gamaldags matur

Stundum langar manni einfaldlega í alvöru heimilismat með alvöru rjómasósu. Þetta var þannig kvöldmatur, hakkabuff fyllt með osti, soðnar nýjar íslenskar kartöflur, piparostarjómasósa, sulta og súrar og auðvitað ísköld mjólk með. Ég geri nánast aldrei svona sósur, sem er nú bara eins gott því annars væru aukakílóin orðin heldur fleiri en þau eru í dag. 
Hakkabuffin eru gerð úr einum pakka af hakki, einu eggi, 1 dl. brauðraspi, salti, hvítum og svörtum pipar, hamborgarakryddi (ákvað að prófa og það var gott),  og steikar kryddi. Ég bjó til 8 þunna platta og skar ostasneiðar sem ég raðaði ofan á fjóra platta og þjappaði hinum fjórum plöttunum ofan á. Þessi buff steikti ég á pönnu upp úr 2 msk. af smjöri þar til báðar hliðarnar voru brúnaðar. Buffin tók ég af pönnunni og setti í eldfast mót og inn í ofn þar til elduð í gegn. Restina af smjörinu á pönnunni hellti ég í pott ásamt piparsmurosti, pela af rjóma, 1 msk. nautakrafti og salti. 
Þetta var svo gott! En eins og þið sjáið þá er þetta ekki beint fitusnautt, en það er í lagi endrum og eins. 
En jæja ætli ég þurfi ekki að fara inn í herbergi til Jóns Ómars og reyna að fá hann til að sofna. Mér heyrist hann vera farinn að kubba núna en hann átti að vera löngu sofnaður þessi gæji. Háttatíminn er orðinn frekar erfiður, áður fyrr gekk hann bara inn í rúm og sofnaði hviss, bamm, búm…Núna þurfum við að fara með hann inn ca. 10 sinnum áður en hann gefst upp og sofnar. 
Heyrumst.
Advertisements

One thought on “Góður gamaldags matur

  1. Anonymous says:

    Þú ert svo skemmtilegur penni. Það er búið að vera lítið að gera í vinnunni í dag og í gær og ég er eiginlega búin að lesa allar færslurnar á þessu bloggi… Eitthvað nett skrýtið við það? Só.

    Takk fyrir að vera með þetta skemmtilega, frábæra blogg 🙂

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s