Bob Bob Ricard

Það sést kannski ekki á myndinni en ég var að frjóóóósa úr kulda í miðbænum í gærkvöldi! 
***
Að búa á Íslandi þýðir að maður pælir stöðugt í veðrinu. Allan veturinn þá bíðum við eftir sumrinu, vonumst til að fá kannski þrjá mánuði þar sem við getum klætt okkur í léttan jakka og JAFNVEL náð að fara í sólbað nokkra góða daga. Svo kemur maí, svo júní og svo júlí og ekkert sumar. Ég skil það fullkomlega að hvert mannsbarn kvarti yfir veðrinu, það þurfa ALLIR sól og hita og fólk er orðið örvæntingarfullt. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið sól og hita um jólin síðustu því annars væri ég eflaust orðin mjög grumpy. Ég vona líka að það verði smá sólarglæta í London í september þegar ég kíki þangað í smá helgarferð. Ég hlakka mikið til að heimsækja London og er búin að bóka borð á þessum stað HÉR. Í hverjum bás er hnappur þar sem stendur Champagne, þið getið rétt ímyndað ykkur hvort ég ýti ekki á hann. Svo verður auðvitað líka bókað afternoon tea ásamt fleiru. Þegar ég ferðast þá finnst mér ótrúlega skemmtilegt að heimsækja flotta veitingastaði og ég get legið lengi á netinu að grúska og leita að skemmtilegum veitingastöðum. Annars hlakka ég líka mikið til að rölta um Notting Hill og vonandi finna bókabúð með gömlum bókum og auðvitað líka að heimsækja Harrod’s, ég næ alltaf að villast þar inni, örugglega flóknasta verslunarhús í heimi en ó svo yndislegt.  

Jæja við heyrumst. Á dagskránni í dag er kaffi hjá vinum okkar og grillaðir hamborgarar hjá mömmu, fullkominn sunnudagur. 
Advertisements

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s