Hlaupið

Ritgerðarskil og veisluhöld síðustu vikna hafa gert það að verkum að líkaminn er ekki í miklu jafnvægi. Mataræðið hefur verið bara “einhvern veginn” og ræktin hefur á stundum verið mjög óregluleg og stundum með ansi löngu millibili, það hefur ekki verið neitt markmið. Það er í rauninni merkilegt að maður skuli láta hollt mataræði og hreyfingu lönd og leið þegar maður þarf í rauninni hvað mest á því að halda. En hvað sem því líður þá er ég komin nokkurn veginn aftur í gírinn, klisjan sem ég er ákvað að segja skilið við sykurneysluna á mánudegi. Ég ætla ekki að hætta henni alfarið en ég ætla að draga verulega úr henni. Eftir sykursukk og brauðát mætti stundum halda að ég væri komin góða 6 mánuði á leið, það er ástand sem maður vill svo sannarlega ekki vera í nema maður eigi raunverulega von á barni (sem ég á ekki). Mig vantar hins vegar drifkraftinn og eldmóðinn sem ég hafði áður fyrir hollu mataræði, ef þið lumið á góðum heimildarmyndum þá megið þið endilega henda þeim á mig hér í kommentum. 
Sem stendur er ég á hálf maraþons hlaupaplani og hef verið að fylgja því undanfarið, svo hafa reyndar verið veislur um helgar og veislumatur ásamt “einstaka rauðvínsglasi”, þannig að mánudagarnir hafa stundum reynst mér erfiðir í hlaupunum og mér líður eins og ég sé á byrjunarreit sem er auðvitað óþolandi. En nú er ekki ein einasta veisla í sjónmáli og ekkert sem á að geta hindrað mig í því að halda mig við planið. Þetta eru 4-5 hlaup í viku og svo einu sinni cross train og þá lyfti ég samkvæmt sérstöku lyftingarprógrammi sem Svenni útbjó handa mér og er hentugt fyrir fólk sem er að hlaupa. Á gamla lyftingarprógramminu mínu var það þannig að ég gat varla hreyft mig ef ég tók það inn á milli hlaupanna, þá fannst mér fæturnir á mér breytast í blý. Í vetur hugsa ég samt að ég myndi vilja að lyfta meira og hlaupa kannski bara tvisvar 5-7 km. í viku, lyftingar gera meira fyrir útlitið, að mínu mati. 
Ég er búin að vera svolítið óþolandi með að pósta hlaupamyndum/ræktarmyndum, bæði til að halda mér við efnið og jafnvel hvetja aðra áfram. Mér finnst það allavega mjög hvetjandi þegar aðrir eru að pósta ræktarmyndum/hlaupavegalengdum á netinu og það drífur mig áfram. 
En þó að markmiðið sé hálf maraþon þá finnst mér ég vera frekar fjarri því markmiði og ég ætla að reyna mitt besta til að ná því en ef ég næ því ekki þá er það líka allt í góðu, þá hleyp ég 10 km. og einbeiti mér að góðum tíma í staðinn. Ég hef bara einu sinni hlaupið 13 km. en annars ekki meira en 10 km. Á laugardaginn eru tæpir 13 km. á dagskránni og þá verð ég stödd í Borgarnesi þannig að ég verð að skipuleggja það hlaup vel og gíra mig upp fyrir það. 
Jæja það er komið að kvöldmatnum, við tölum betur saman síðar. 

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s